Innlent

Tekur við stöðu skóla­stjóra Lýð­skólans á Flat­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Erla Margrét Gunnarsdóttir.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Erla Margrét Gunnarsdóttir. Aðsend

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra.

Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að Sigríður Júlía, sem áður var kennslustjóri, taki við stöðu skólastjóra af Katrínu Maríu Gísladóttur sem gegnt hafi stöðunni í tvö ár.

Ennfremur segir að Sigríður Júlía fari samhliða með framkvæmdastjórn nemendagarða Lýðskólans og Skúrinnar samfélagsmiðstöðvar.

„Við stöðu kennslustjóra tekur Erla Margrét Gunnarsdóttir. Erla er með meistaragráðu í skipulagsfræðum frá Frankfurt og BS gráðu í byggingartæknifræði frá HR. Hún hefur áður unnið að verkefnastjórn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og kennslu við Landbúnaðarháskólann ásamt því að vinna að kvikmyndagerð og leiðsögn. Hún er núna vagnstjóri á Vagninum á Flateyri og þekkir skólann og þorpið vel, enda dvalist á Flateyri undanfarin sumur. Erla Margrét var framkvæmdastjóri Steinsteypufélags Íslands.

Auk Sigríðar Júlíu og Erlu Margrétar er Margeir Haraldsson verkefnisstjóri í hópi fastra starfsmanna við Lýðskólann.

Stjórn og starfsfólk Lýðskólans þakkar Katrínu Maríu fyrir gott og gefandi samstarf, óskar Sigríði Júlíu til hamingju með nýja stöðu og býður Erlu Margréti hjartanlega velkomna til starfa í haust,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×