Þrjú taka kast fyrir Ísland á HM Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 12:00 Hilmar Örn Jónsson var eini Íslendingurinn á HM í fyrra en nú fær hann góðan félagsskap. Getty/Dean Mouhtaropoulos Einn nýliði er í þriggja manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Búdapest í Ungverjalandi. Mótið fer fram dagana 19.-27. ágúst. Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira