Saka föðurbróður sinn um töskuþjófnað og hættulega ákeyrslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 11:20 Skjáskot úr myndbandinu þar sem Valdimar Einarsson ekur dráttarvél en Skúli bróðir hans reynir að hefta för hans til að ná af honum tali. Lömbin þagna ekki Þrjár systur saka föðurbróður sinn um að hafa keyrt á föður þeirra á dráttarvél síðastliðinn föstudag. Þá hafi hann neitað að skila föður þeirra tösku sem hafi orðið eftir á heimili hans. Um er að ræða nýja vendingu í fjölskyldudeilu í Dölunum sem kennd hefur verið við bæinn Lambeyrar. Bærinn erfðist til átta barna Einars Valdimars Ólafssonar árið 2007. Bræðurnir Daði og Valdimar Einarssynir lentu upp á kant við hin systkini sín og eru samskipti afar erfið. Systurnar Ása, Sigríður Lilja og Sólrún Svava halda úti hlaðvarpsþættinum Lömbin þagna. Þær eru dætur Skúla Einarssonar sem keypti bæinn á nauðungarsölu ásamt tveimur systrum hans og mági Ásu. Faðir Ásu og tvær systur hans, ásamt mági Ásu, kaupa þá jörðina á nauðungarsölu. Systurnar segja að frá þeim tíma hafi pabbi hennar þurft að þola ítrekuð skemmdarverk, áreiti og ógnanir frá Daða og bróður hans, Valdimars, sem greinilega séu ekki sáttir við eignarhald á Lambeyrum í dag. Þær hafa í hlaðvarpi sínu lýst skemmdarverkum bræðranna í þeim tilgangi að Skúli og systurnar geti ekki nýtt húsið, meðal annars til útleigu. Skúli hafi leigt húsið til stéttarfélags en neyðst til að taka það af leigu þar sem ekki hafi verið hægt að bjóða fólki upp á að dvelja þarna fyrir áreiti. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, leit við á Lambeyrum í júlí þar sem Ása Skúladóttir sýndi henni skemmdir sem unnar höfðu verið á jörðinni. Taska sem gleymdist Systurnar segja frá því að Skúli hafi gleymt tösku sinni með fartölvu og skjölum á eigendafundi systkinanna á Dönustöðum, sumarhúsi stórfjölskyldunnar, á fimmtudeginum. Hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en um kvöldið og brugðist við morguninn eftir. Systir hans hafi farið að Dönustöðum og komist að því að taskan var horfin. „Eftir tölvupósta og símasamskipti við ættingja sína fær Skúli það staðfest hjá frænku sinni að Valdimar hafi tekið töskuna. Hún stóð í þeirri trú að Valdimar myndi skila töskunni strax til Skúla. Þegar í ljós kom að Valdimar hefði fartölvuna var fyrsta verkefnið að breyta öllum lykilorðum á Internetinu sem hugsanlega væri hægt að ná í úr tölvunni,“ segja Skúladætur. Ása Skúladóttir er ein þriggja systra sem heldur úti hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki.Vísir/ÍVar Fannar Ekki hafi náðst í Valdimar símleiðis. Skúli hafi því ekið að Sólheimum ásamt Ásu til að endurheimta töskuna og innihald. Bræðurnir Daði og Valdimar hafi verið á leið í heyskap þegar þau komu. Þau hafi reynt að ná sambandi við þá símleiðis og með því að stöðva Valdimar við akstur á þjóðveginum en án árangurs. „Þá keyrir Skúli að Skógskoti og leggur bílnum. Daði kemur á undan Valdimar, stoppar á veginum og opnar hliðið að Skógskoti. Þegar Valdimar kemur keyrir hann fram fyrir Daða og stefnir að hliðinu. Skúli fer fyrir dráttarvélina en Valdimar keyrir áfram og á Skúla. Skúli lokar þá hliðinu að Skógskoti og stendur fyrir aftan það. Eftir smá hik ekur Valdimar á hliðið sem gefur eftir og skellur á Skúla áður en hann nær að forða sér. Valdimar keyrir áfram, yfir hliðið og eyðileggur það. Skúli fékk mar á hné, olnboga og úlnlið.“ Ása tók uppákomuna að hluta upp á síma sinn eins og sjá má í fréttinni. Þar sést Skúli reyna að standa fyrir dráttarvélinni sem heldur akstri sínum áfram. Systurnar segja Skúla hafa ákveðið að leita aðstoðar lögreglu við að endurheimta töskuna og tilkynna ákeyrsluna. Hringt hafi verið í Neyðarlínuna síðdegis á föstudaginn og fengist samband við samskiptamiðstöð lögreglu. Systurnar segja lögreglu ekki hafa sinnt neyðarköllum föður síns á fyrri stigum málsins. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra er sonur Daða og telja systurnar þá staðreynd hafa áhrif á mat lögreglunnar á málinu. Ráðherra sakaður um innbrot Ása tjáði fréttastofu á dögunum að Ásmundur hefði í tvígang brotist inn í hús á jörðinni. Annars vegar í hús hjá gamla bænum þar sem faðir Ásu hafi staðið hann að verki og í hitt skiptið hafi hann brotist inn í húsið að nýju Lambeyrum, sjónarvottur hringt á lögreglu sem hafi mætt á svæðið og staðið hann að verki. „En svo þegar pabbi var að reyna að kæra þá sagði lögreglan að það væri engin ástæða til að fara með þetta lengra, það verður ekki farið með þetta lengra þannig í raun urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Ása. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá lögreglu vegna deilnanna og ásakana systranna. Staðgengill lögreglustjóra tjáði fréttastofu að samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara væri ekki gert ráð fyrir upplýsingagjöf lögreglu í málum sem þessum. „Lögreglan fær margar tilkynningar og sinnir eins og kostur er fjölmörgum verkefnum um allt umdæmið og á öllum tímum sólarhrings. Verkefni eru mismunandi og krefjast mismunandi nálgunar og meðferðar en eru afgreidd í samræmi við tilefni og starfsreglur. Í lögum er mælt fyrir um kæruheimildir og kæruleiðir sem hagsmunaaðilar geta notfært sér ef þeir eru ósáttir við aðgerðir eða aðgerðaleysi lögreglu,“ sagði í svari Jóns Hauks Haukssonar, staðgengils lögreglustjóra. „Að öðru leyti er ekki hægt til að svara þessu enda ekki talið heimilt að svara erindinu efnislega,“ sagði Jón Haukur. Fréttastofa fékk þó staðfest hjá Lögreglunni á Vesturlandi að engin kæra hefði borist embættinu vegna aksturs á fólk eða hlið eða þjófnað á tösku í umdæminu. Ráðherra hafnar viðtölum Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu vegna málsins. Hann segir málið sér með öllu óviðkomandi. „Ég tók í upphafi deilnanna einarða afstöðu með föður mínum. Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ sagði Ásmundur Einar í yfirlýsingu á dögunum. Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Um er að ræða nýja vendingu í fjölskyldudeilu í Dölunum sem kennd hefur verið við bæinn Lambeyrar. Bærinn erfðist til átta barna Einars Valdimars Ólafssonar árið 2007. Bræðurnir Daði og Valdimar Einarssynir lentu upp á kant við hin systkini sín og eru samskipti afar erfið. Systurnar Ása, Sigríður Lilja og Sólrún Svava halda úti hlaðvarpsþættinum Lömbin þagna. Þær eru dætur Skúla Einarssonar sem keypti bæinn á nauðungarsölu ásamt tveimur systrum hans og mági Ásu. Faðir Ásu og tvær systur hans, ásamt mági Ásu, kaupa þá jörðina á nauðungarsölu. Systurnar segja að frá þeim tíma hafi pabbi hennar þurft að þola ítrekuð skemmdarverk, áreiti og ógnanir frá Daða og bróður hans, Valdimars, sem greinilega séu ekki sáttir við eignarhald á Lambeyrum í dag. Þær hafa í hlaðvarpi sínu lýst skemmdarverkum bræðranna í þeim tilgangi að Skúli og systurnar geti ekki nýtt húsið, meðal annars til útleigu. Skúli hafi leigt húsið til stéttarfélags en neyðst til að taka það af leigu þar sem ekki hafi verið hægt að bjóða fólki upp á að dvelja þarna fyrir áreiti. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, leit við á Lambeyrum í júlí þar sem Ása Skúladóttir sýndi henni skemmdir sem unnar höfðu verið á jörðinni. Taska sem gleymdist Systurnar segja frá því að Skúli hafi gleymt tösku sinni með fartölvu og skjölum á eigendafundi systkinanna á Dönustöðum, sumarhúsi stórfjölskyldunnar, á fimmtudeginum. Hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en um kvöldið og brugðist við morguninn eftir. Systir hans hafi farið að Dönustöðum og komist að því að taskan var horfin. „Eftir tölvupósta og símasamskipti við ættingja sína fær Skúli það staðfest hjá frænku sinni að Valdimar hafi tekið töskuna. Hún stóð í þeirri trú að Valdimar myndi skila töskunni strax til Skúla. Þegar í ljós kom að Valdimar hefði fartölvuna var fyrsta verkefnið að breyta öllum lykilorðum á Internetinu sem hugsanlega væri hægt að ná í úr tölvunni,“ segja Skúladætur. Ása Skúladóttir er ein þriggja systra sem heldur úti hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki.Vísir/ÍVar Fannar Ekki hafi náðst í Valdimar símleiðis. Skúli hafi því ekið að Sólheimum ásamt Ásu til að endurheimta töskuna og innihald. Bræðurnir Daði og Valdimar hafi verið á leið í heyskap þegar þau komu. Þau hafi reynt að ná sambandi við þá símleiðis og með því að stöðva Valdimar við akstur á þjóðveginum en án árangurs. „Þá keyrir Skúli að Skógskoti og leggur bílnum. Daði kemur á undan Valdimar, stoppar á veginum og opnar hliðið að Skógskoti. Þegar Valdimar kemur keyrir hann fram fyrir Daða og stefnir að hliðinu. Skúli fer fyrir dráttarvélina en Valdimar keyrir áfram og á Skúla. Skúli lokar þá hliðinu að Skógskoti og stendur fyrir aftan það. Eftir smá hik ekur Valdimar á hliðið sem gefur eftir og skellur á Skúla áður en hann nær að forða sér. Valdimar keyrir áfram, yfir hliðið og eyðileggur það. Skúli fékk mar á hné, olnboga og úlnlið.“ Ása tók uppákomuna að hluta upp á síma sinn eins og sjá má í fréttinni. Þar sést Skúli reyna að standa fyrir dráttarvélinni sem heldur akstri sínum áfram. Systurnar segja Skúla hafa ákveðið að leita aðstoðar lögreglu við að endurheimta töskuna og tilkynna ákeyrsluna. Hringt hafi verið í Neyðarlínuna síðdegis á föstudaginn og fengist samband við samskiptamiðstöð lögreglu. Systurnar segja lögreglu ekki hafa sinnt neyðarköllum föður síns á fyrri stigum málsins. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra er sonur Daða og telja systurnar þá staðreynd hafa áhrif á mat lögreglunnar á málinu. Ráðherra sakaður um innbrot Ása tjáði fréttastofu á dögunum að Ásmundur hefði í tvígang brotist inn í hús á jörðinni. Annars vegar í hús hjá gamla bænum þar sem faðir Ásu hafi staðið hann að verki og í hitt skiptið hafi hann brotist inn í húsið að nýju Lambeyrum, sjónarvottur hringt á lögreglu sem hafi mætt á svæðið og staðið hann að verki. „En svo þegar pabbi var að reyna að kæra þá sagði lögreglan að það væri engin ástæða til að fara með þetta lengra, það verður ekki farið með þetta lengra þannig í raun urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Ása. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá lögreglu vegna deilnanna og ásakana systranna. Staðgengill lögreglustjóra tjáði fréttastofu að samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara væri ekki gert ráð fyrir upplýsingagjöf lögreglu í málum sem þessum. „Lögreglan fær margar tilkynningar og sinnir eins og kostur er fjölmörgum verkefnum um allt umdæmið og á öllum tímum sólarhrings. Verkefni eru mismunandi og krefjast mismunandi nálgunar og meðferðar en eru afgreidd í samræmi við tilefni og starfsreglur. Í lögum er mælt fyrir um kæruheimildir og kæruleiðir sem hagsmunaaðilar geta notfært sér ef þeir eru ósáttir við aðgerðir eða aðgerðaleysi lögreglu,“ sagði í svari Jóns Hauks Haukssonar, staðgengils lögreglustjóra. „Að öðru leyti er ekki hægt til að svara þessu enda ekki talið heimilt að svara erindinu efnislega,“ sagði Jón Haukur. Fréttastofa fékk þó staðfest hjá Lögreglunni á Vesturlandi að engin kæra hefði borist embættinu vegna aksturs á fólk eða hlið eða þjófnað á tösku í umdæminu. Ráðherra hafnar viðtölum Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu vegna málsins. Hann segir málið sér með öllu óviðkomandi. „Ég tók í upphafi deilnanna einarða afstöðu með föður mínum. Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nærvera mín í þessum ágreiningi gerði hvorki mér, fjölskyldu minni, né öðrum nokkurt gagn. Þess vegna steig ég út úr þessum átökum í eitt skipti fyrir öll fyrir mörgum árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vettvangi en þeim sem þar til bærir opinberir aðilar kunna mögulega að leita eftir. Ég á mér fyrst og fremst þá einlægu von að þessum fjölskylduharmleik ljúki sem allra fyrst,“ sagði Ásmundur Einar í yfirlýsingu á dögunum.
Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira