„Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2023 11:31 Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ástrós er að læra fatahönnun og er tíska því stór hluti af hennar lífi. Henni þykir einstaklega gaman að klæðast flíkum sem hún hefur sjálf saumað.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem ég myndi segja að væri skemmtilegast er að tískan kryddar upp á daglega lífið. Maður getur gert daginn skemmtilegri og litríkari með því að vera í outfitti sem að manni líður vel í og það eykur sjálfstraustið. Mér persónulega finnst dagurinn skemmtilegri ef ég er í fötum sem ég fíla. Ástrós elskar hvernig tískan kryddar upp á daglegt líf.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég elska að eiga svona klassíska flík í fataskápnum sem að passar við allt. Ég hef átt tvær sömu Envi buxurnar nú í fjögur ár og ég nota þær örugglega fimm daga vikunnar, ég get ekki verið án þeirra. Ég hef lagað þær nokkrum sinnum og ég sé ekki fyrir mér að þær yfirgefi fataskápinn minn eitthvað á næstunni. Svo á ég loðvesti sem er í miklu uppáhaldi og ég keypti á 1000 íslenskar krónur í Rauða krossinum. Loðvestið er í miklu uppáhaldi og keypti Ástrós það á spott prís í Rauða kross búðinni.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir dögum. Ég á alveg daga þar sem ég fer bara í jogging fötum í skólann og nenni ekki að eyða of miklum tíma í fatavalið en aðra daga getur það tekið um það bil klukkutíma að ákveða. Ég veit ekki hversu oft ég hef mætt seint bara vegna þess að ég get ekki ákveðið í hverju ég á að vera. Ef ég má alls ekki vera sein þá þarf ég að hugsa fötin sem ég ætla í kvöldið áður. Ef ég hef enga hugmynd þá eru vinkonur mínar alltaf til staðar til að lána mér föt. Ástrós deyr ekki ráðalaus ef hún á erfitt með að finna til föt og er dugleg að fá hjálp frá vinkonum sínum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mjög afslappaður myndi ég segja. Ég fíla að vera í of stórum buxum og sætum stuttermabol við, svo elska ég líka að breyta til og vera í pilsum og sætum jakka. Ég myndi segja að stílinn minn sé á mjög breiðum skala. Það hefur alltaf verið smá óöryggi hjá mér að vera í kjólum og háum hælum út af hæðinni minni og það er eitthvað sem ég hef ekki ennþá komist yfir. Í staðinn hef ég þó þróað með mér annan stíl sem mér líður vel í og gefur mér aukið sjálfstraust. Að sögn Ástrósar hefur stíll hennar þróaðist heilmikið við að flytja til Kaupmannahafnar.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég myndi segja að stílinn minn hafi breyst. Á tímabili var ég mjög mikið í aðsniðnum fötum, ekki af því að mér fannst fötin flott heldur bara vegna þess að þau voru aðsniðin. En eftir að ég varð eldri og fór að hafa meiri áhuga á tísku þá áttaði ég mig á því í hverju mér líður best og hvernig minn stíll er. Sérstaklega eftir að ég flutti til Danmerkur fyrir þremur árum síðan. Þá fór ég að þora meira að prófa nýja hluti með tískuna. Ég þekkti engan og allt var svo nýtt þannig að ég hugsaði afhverju ekki að prófa eitthvað nýtt með tískuna líka. Ástrós stundar nám í fatahönnun við listaháskólann KEA í Kaupmannahöfn.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur? Mjög góð spurning, ég eiginlega er ekki viss. Ég er umkringd mjög hugmyndaríku og opnu fólki og ætli ég fái ekki bara innblástur frá því. Á sama tíma fæ ég líka innblástur á Internetinu. Síðan er ég að læra fatahönnun og hef fylgst mjög mikið með tískusýningum erlendis. Ástrós sækir meðal annars innblástur í að fylgjast með tískusýningum erlendis.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst eins og ekkert sé bannað þegar það kemur að tísku. Allir hafa sinn smekk og sýna skoðun á því hvað þeim finnst flott. Ef ég yrði að nefna eitthvað sem ég myndi ekki klæðast þá eru það kvartbuxur en það er bara af því að mér finnst það ekki klæða minn líkama. Ástrós er lítið fyrir boð og bönn í tískunni en segist þó sjálf persónulega ekki klæðast kvartbuxum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Mér finnst alltaf gaman að klæðast einhverju sem að ég hef saumað sjálf og þess vegna eru þær flíkur í mestu uppáhaldi, sérstaklega af því að ég veit hversu mikinn tíma það tók að gera fötin og hönnunina á bak við þau. Fyrir tveimur árum saumaði ég outfit fyrir afmæli hjá bestu vinkonu minni og svo saumaði ég áramótadressið mitt núna síðustu áramót. Áramótadressið sem Ástrós saumaði sjálf.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig í það sem þér líður vel í, það gefur þér sjálfstraust og gerir outfittið fallegra. Sjálfstraustið er aðal hráefnið. Hér má fylgjast með Ástrósu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ástrós er að læra fatahönnun og er tíska því stór hluti af hennar lífi. Henni þykir einstaklega gaman að klæðast flíkum sem hún hefur sjálf saumað.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem ég myndi segja að væri skemmtilegast er að tískan kryddar upp á daglega lífið. Maður getur gert daginn skemmtilegri og litríkari með því að vera í outfitti sem að manni líður vel í og það eykur sjálfstraustið. Mér persónulega finnst dagurinn skemmtilegri ef ég er í fötum sem ég fíla. Ástrós elskar hvernig tískan kryddar upp á daglegt líf.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég elska að eiga svona klassíska flík í fataskápnum sem að passar við allt. Ég hef átt tvær sömu Envi buxurnar nú í fjögur ár og ég nota þær örugglega fimm daga vikunnar, ég get ekki verið án þeirra. Ég hef lagað þær nokkrum sinnum og ég sé ekki fyrir mér að þær yfirgefi fataskápinn minn eitthvað á næstunni. Svo á ég loðvesti sem er í miklu uppáhaldi og ég keypti á 1000 íslenskar krónur í Rauða krossinum. Loðvestið er í miklu uppáhaldi og keypti Ástrós það á spott prís í Rauða kross búðinni.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir dögum. Ég á alveg daga þar sem ég fer bara í jogging fötum í skólann og nenni ekki að eyða of miklum tíma í fatavalið en aðra daga getur það tekið um það bil klukkutíma að ákveða. Ég veit ekki hversu oft ég hef mætt seint bara vegna þess að ég get ekki ákveðið í hverju ég á að vera. Ef ég má alls ekki vera sein þá þarf ég að hugsa fötin sem ég ætla í kvöldið áður. Ef ég hef enga hugmynd þá eru vinkonur mínar alltaf til staðar til að lána mér föt. Ástrós deyr ekki ráðalaus ef hún á erfitt með að finna til föt og er dugleg að fá hjálp frá vinkonum sínum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mjög afslappaður myndi ég segja. Ég fíla að vera í of stórum buxum og sætum stuttermabol við, svo elska ég líka að breyta til og vera í pilsum og sætum jakka. Ég myndi segja að stílinn minn sé á mjög breiðum skala. Það hefur alltaf verið smá óöryggi hjá mér að vera í kjólum og háum hælum út af hæðinni minni og það er eitthvað sem ég hef ekki ennþá komist yfir. Í staðinn hef ég þó þróað með mér annan stíl sem mér líður vel í og gefur mér aukið sjálfstraust. Að sögn Ástrósar hefur stíll hennar þróaðist heilmikið við að flytja til Kaupmannahafnar.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég myndi segja að stílinn minn hafi breyst. Á tímabili var ég mjög mikið í aðsniðnum fötum, ekki af því að mér fannst fötin flott heldur bara vegna þess að þau voru aðsniðin. En eftir að ég varð eldri og fór að hafa meiri áhuga á tísku þá áttaði ég mig á því í hverju mér líður best og hvernig minn stíll er. Sérstaklega eftir að ég flutti til Danmerkur fyrir þremur árum síðan. Þá fór ég að þora meira að prófa nýja hluti með tískuna. Ég þekkti engan og allt var svo nýtt þannig að ég hugsaði afhverju ekki að prófa eitthvað nýtt með tískuna líka. Ástrós stundar nám í fatahönnun við listaháskólann KEA í Kaupmannahöfn.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur? Mjög góð spurning, ég eiginlega er ekki viss. Ég er umkringd mjög hugmyndaríku og opnu fólki og ætli ég fái ekki bara innblástur frá því. Á sama tíma fæ ég líka innblástur á Internetinu. Síðan er ég að læra fatahönnun og hef fylgst mjög mikið með tískusýningum erlendis. Ástrós sækir meðal annars innblástur í að fylgjast með tískusýningum erlendis.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst eins og ekkert sé bannað þegar það kemur að tísku. Allir hafa sinn smekk og sýna skoðun á því hvað þeim finnst flott. Ef ég yrði að nefna eitthvað sem ég myndi ekki klæðast þá eru það kvartbuxur en það er bara af því að mér finnst það ekki klæða minn líkama. Ástrós er lítið fyrir boð og bönn í tískunni en segist þó sjálf persónulega ekki klæðast kvartbuxum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Mér finnst alltaf gaman að klæðast einhverju sem að ég hef saumað sjálf og þess vegna eru þær flíkur í mestu uppáhaldi, sérstaklega af því að ég veit hversu mikinn tíma það tók að gera fötin og hönnunina á bak við þau. Fyrir tveimur árum saumaði ég outfit fyrir afmæli hjá bestu vinkonu minni og svo saumaði ég áramótadressið mitt núna síðustu áramót. Áramótadressið sem Ástrós saumaði sjálf.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig í það sem þér líður vel í, það gefur þér sjálfstraust og gerir outfittið fallegra. Sjálfstraustið er aðal hráefnið. Hér má fylgjast með Ástrósu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira