Innlent

Starfs­menn Hvals halda allir vinnunni

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir starfsmenn fyrirtækisins nú vera að undirbúa vertíðina sem á að hefjast 1. september.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir starfsmenn fyrirtækisins nú vera að undirbúa vertíðina sem á að hefjast 1. september. Stöð 2

Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun þar sem vísað er í orð Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals. Hann segir þetta eiga við um níutíu starfsmenn í landi – 65 á hvalstöðinni í Hvalfirði og 25 í frystihúsinu í Hafnarfirði – og 25 starfsmönnum í áhöfnum tveggja hvalbáta.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti þá ákvörðun sína að banna tímabundið veiðar á lang­reyð til 31. ágúst á grund­velli eftir­lits­skýrslu Mat­væla­stofnunar og á­liti fagráðs. Ráðherra tilkynnti um um málið degi áður en veiðar Hvals áttu að hefjast í júní.

„Þeir sem voru byrjaðir eða rétt ókomn­ir eru all­ir við störf hjá okk­ur og við erum að gera okk­ur klára til að byrja veiðarn­ar þann 1. sept­em­ber,“ seg­ir Kristján í samtali við blaðið. Hann segir starfsmenn sinna ýmsum verkefnum í sumar á meðan þess er beðið að hægt verði að hefja veiðar á ný. Þannig sé verið að dytta að ýmsu, mála og hreinsa og undirbúa veiðarnar eins og hægt er.


Tengdar fréttir

Í­hugar að stefna Hvali hf. vegna launa­taps starfs­manna

Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar.

Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns

Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×