„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2023 19:36 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag. „Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“ Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04