Náðu aftur ekki að rannsaka áhrif hrauns á innviði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 17:01 Ármann segir að næst verði að stökkva fyrr til svo hægt sé að klára þetta stig rannsóknarinnar. Vísir/Arnar Hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrúti, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar. Fyrir viku síðan var greint frá því í kvöldfréttum á Stöð 2 að vísindamenn við Háskóla Íslands biðu þess í ofvæni að hraun rynni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar átti að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvæga innviði sem liggja bæði ofan í jörðu og eru ofan hennar. Á laugardag lýsti Veðurstofa Íslands því yfir að hlé væri komið á eldgosið en enginn órói hefur mælst þar síðan um þrjú síðdegis þann dag. Óvíst er hvort gosinu sé lokið eða hvort aðeins sé komið á það hlé. „Þetta náttúrulega gengur ekki. Tilraunin var sett upp en við fengum ekki hraun yfir. Þá bíðum við bara eftir næsta gosi,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Sömu tilraunir átti að gera árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við verðum bara að vera sneggri til næst,“ segir Ármann. „Ákvörðun var tekin í seinna fallinu. Það verður bara að taka þessa ákvörðun fyrr næst þannig að við getum komið græjunum fyrir þar sem hraunið rennur örugglega yfir þær.“ Þó að þessi tilraun hafi ekki tekist að þessu sinni sé nóg af gögnum að vinna úr að næsta gosi. „Um breytileika á eðliseiginleikum hraunsins frá upphafi við gígasvæði og fram að jöðrum. Það nýtum við líka í þessi hraunrennslimódel. Þetta hefst eitt skref í einu og vonandi verðum við komin með nokkuð góð módel þegar þetta fer að færast nær okkur,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01 Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38 Lýsa yfir goshléi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili. 5. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Fyrir viku síðan var greint frá því í kvöldfréttum á Stöð 2 að vísindamenn við Háskóla Íslands biðu þess í ofvæni að hraun rynni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar átti að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvæga innviði sem liggja bæði ofan í jörðu og eru ofan hennar. Á laugardag lýsti Veðurstofa Íslands því yfir að hlé væri komið á eldgosið en enginn órói hefur mælst þar síðan um þrjú síðdegis þann dag. Óvíst er hvort gosinu sé lokið eða hvort aðeins sé komið á það hlé. „Þetta náttúrulega gengur ekki. Tilraunin var sett upp en við fengum ekki hraun yfir. Þá bíðum við bara eftir næsta gosi,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Sömu tilraunir átti að gera árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við verðum bara að vera sneggri til næst,“ segir Ármann. „Ákvörðun var tekin í seinna fallinu. Það verður bara að taka þessa ákvörðun fyrr næst þannig að við getum komið græjunum fyrir þar sem hraunið rennur örugglega yfir þær.“ Þó að þessi tilraun hafi ekki tekist að þessu sinni sé nóg af gögnum að vinna úr að næsta gosi. „Um breytileika á eðliseiginleikum hraunsins frá upphafi við gígasvæði og fram að jöðrum. Það nýtum við líka í þessi hraunrennslimódel. Þetta hefst eitt skref í einu og vonandi verðum við komin með nokkuð góð módel þegar þetta fer að færast nær okkur,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01 Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38 Lýsa yfir goshléi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili. 5. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01
Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38