Takist Íslandsmeisturum Breiðabliks að vinna einvígið gegn bosníska liðinu HŠK Zrinjski munu þeir mæta austurríska liðinu LASK í næstu umferð.
LASK hafnaði í 3.sæti austurrísku deildarinnar á síðustu leiktíð og komst alla leið í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar þar sem liðið féll úr keppni fyrir Slavia Prag.
Fari svo að Breiðablik tapi fyrir Bosníumönnunum bíður þeirra einvígi í Sambandsdeildinni gegn FC Struga frá Norður-Makedóníu eða Swift Hesperange frá Lúxemborg.
KA-menn eru á leið í einvígi gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni og mun sigurvegarinn úr því einvígi mæta Osasuna í næstu umferð.