Íslenski boltinn

Óskar seldur til Sogndal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óskar í leik með Fylki.
Óskar í leik með Fylki. vísir/diego

Fylkismaðurinn Óskar Borgþórsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið enda hefur hann verið seldur til norska liðsins Sogndal.

Fylkir staðfestir það á miðlum sínum í dag.

„Í dag getur Knattspyrnudeild Fylkis staðfest að samningar hafa náðst um vistaskipti Óskars sem mun flytjast til Noregs á næstu dögum þar sem hann hefur gengið frá samningi við Sogndal til næstu þriggja ára.

Óskar, sem hefur æft með Fylki frá því hann var 5 ára gamall, lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fylkis í janúar 2021. Alls hefur Óskar leikið 68 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis og skorað í þeim 15 mörk. Óskar á að baki fjóra leiki með landsliðum Íslands, tvo með U-19 og tvo með U-21,“ segir í yfirlýsingu Fylkis.

Þetta er ánægjulegt fyrir Óskar en að sama skapi högg fyrir Fylkisliðið sem er í mikilli fallbaráttu í Bestu-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×