Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 11:01 Meiri ró er að færast yfir gosstöðvarnar. Vísir/einar Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. Síðdegis í gær lýsti Veðurstofa Íslands yfir goshléi á eldgosinu við Litla Hrút á Reykjanesskaga, þar sem gosið hefur síðan 10.júlí. Gosórói hafði minnkað jafnt og þétt og klukkan 15 í gær var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa ekki numið neina virkni í nótt en þó þykir enn ekki tímabært að lýsa yfir goslokum þar sem dæmi eru um að gos á þessum slóðum geti hafist á ný eftir að hafa fjarað út. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum standa enn vaktina á svæðinu. „Veðurstofan kemur til með að endurmeta hættumat sitt í vikunni en að öðru leiti hefur þetta ekki mikil áhrif í sjálfu sér á störf viðbragðsaðila. en það er ljóst að ferðamönnum fer fækkandi dag frá degi á meðan ekki gýs,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir aðalega erlenda ferðamenn hafa verið á svæðinu í gær. Áfram verður opið inn að gossvæðinu frá Suðurstrandavegi í dag en þrátt fyrir að hlé hafi orðið á gosinu verður svæðið áfram lokað frá klukkan sex. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að goslok myndu hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.Vísir/Baldur Gengur erfiðlega að manna vaktir Úlfar segir að séð frá frá sjónarhorni lögreglu hafi goshléið komið á besta tíma. „Það verður að segjast eins og er að okkur gengur mjög erfiðlega að manna vaktir, bæði lögreglu og björgunarsveita, ég tala nú ekki um þessa helgi, Verslunarmannahelgina. En ef það dregur áfram úr þessu og hvað þá ef þetta er búið, þá kemur það til með að hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Síðdegis í gær lýsti Veðurstofa Íslands yfir goshléi á eldgosinu við Litla Hrút á Reykjanesskaga, þar sem gosið hefur síðan 10.júlí. Gosórói hafði minnkað jafnt og þétt og klukkan 15 í gær var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa ekki numið neina virkni í nótt en þó þykir enn ekki tímabært að lýsa yfir goslokum þar sem dæmi eru um að gos á þessum slóðum geti hafist á ný eftir að hafa fjarað út. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum standa enn vaktina á svæðinu. „Veðurstofan kemur til með að endurmeta hættumat sitt í vikunni en að öðru leiti hefur þetta ekki mikil áhrif í sjálfu sér á störf viðbragðsaðila. en það er ljóst að ferðamönnum fer fækkandi dag frá degi á meðan ekki gýs,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir aðalega erlenda ferðamenn hafa verið á svæðinu í gær. Áfram verður opið inn að gossvæðinu frá Suðurstrandavegi í dag en þrátt fyrir að hlé hafi orðið á gosinu verður svæðið áfram lokað frá klukkan sex. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að goslok myndu hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.Vísir/Baldur Gengur erfiðlega að manna vaktir Úlfar segir að séð frá frá sjónarhorni lögreglu hafi goshléið komið á besta tíma. „Það verður að segjast eins og er að okkur gengur mjög erfiðlega að manna vaktir, bæði lögreglu og björgunarsveita, ég tala nú ekki um þessa helgi, Verslunarmannahelgina. En ef það dregur áfram úr þessu og hvað þá ef þetta er búið, þá kemur það til með að hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira