Á Stöð 2 Sport klukkan 13.50 er áhugaverður slagur í Bestu deild karla þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR.
Enski boltinn hefst svo formlega á Sport 2 þar sem Man. City og Arsenal bítast um Samfélagsskjöldinn góða.
Á Sport 4 er svo kvennagolf en opna skoska mótið verður í gangi þar frá hádegi.