Veður

Veðrið að skýrast um helgina

Eiður Þór Árnason skrifar
Yfirleitt verður þurrt á Norðausturlandi í dag. Hátíðin Ein með öllu fer nú fram á Akureyri.
Yfirleitt verður þurrt á Norðausturlandi í dag. Hátíðin Ein með öllu fer nú fram á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig.

Á morgun, sunnudag snýst í austlæga átt, þrjá til átta metra á sekúndu en átta til þrettán syðst á landinu seinnipartinn. Rigning sunnantil, annars stöku skúrir, einkum eftir hádegi. Hiti tíu til átján stig, hlýjast um norðan- og vestanvert landið.

Svo hljóðar spá Veðurstofu Íslands en á frídag verslunarmanna er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu. Bjart með köflum, en austlæg átt fimm til tíu metrar á sekúndu við suður- og suðausturströndina. Stöku skúrir um sunnan- og vestanvert landið eftir hádegi. Hiti tólf til sautján stig.

Á þriðjudag snýst í hæga norðlæga átt með stöku síðdegisskúrum en á miðvikudag verður yfirleitt þurrt. Hiti níu til sextán stig, hlýjast sunnan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Austlæg átt 3-8 m/s, en 5-10 syðst á landinu. Rigning með köflum á sunnanverðu landinu en annars víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):  Austlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning með köflum um suðaustanvert landið. Bjart með köflum í öðrum landshlutum en líkur á skúrum, sérílagi síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu. Dálítil væta, einkum á sunnanverðu landinu. Hiti 11 til 16 stig.

Á miðvikudag: Norðvestan og vestan 3-8, en 8-13 á norðausturhorni landsins. Víða léttskýjað en skýjað með dálítilli rigningu við norðurströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á fimmtudag: Vaxandi austanátt og fer að rigna, fyrst á sunnanverðu landinu. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 9 til 14 stig.

Á föstudag: Útlit fyrir austlæga átt og rigningu í flestum landshlutum. Hiti 13 til 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×