Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. 
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. 

Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás fékk 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstöðumann Áss sem segir þjónustusamninga við sveitarfélögin eina af ástæðunum fyrir bágum kjörum fólksins.

Verslunarmannahelgin er að ganga í garð og fólk farið að flykkjast út úr bænum. Við ræðum við lögreglumann í beinni um umferðina í dag og svo heyrum við frá verkefnastjóra ríkislögreglustjóra sem biðlar til fólks að vera vakandi fyrir hættulegum aðstæðum og líta til með nágrannanum. Ungt fólk sem sé að stíga sín fyrstu skref í skemmtanalífi verði að fara sérstaklega varlega.

Þá leit fréttastofa við í Sporthúsinu í Kópavogi í dag þar sem upp kom mikill vatnsleki. Gríðarlegt tjón varð á húsinu og langan tíma tók að finna upptök lekans.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×