Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 14:26 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 31. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira