Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2023 11:06 Frá blaðamannafundi í Kaliforníu í gærkvöldi þar sem ákærurnar voru kynntar. AP/Meg McLaughlin Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. Mennirnir heita Jinchao Wei og Wenheng Zhao. Báðir menn hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara. Saksóknarar segja að hann hafi gert samkomulag við útsendara frá Kína í febrúar í fyrra og að hann hafi sent myndir og myndbönd af USS Essex, skipsins þar sem hann starfaði sem vélavörður, og öðrum herskipum til kínverska mannsins. Myndefnið fékk Wei af leynilegum gagnagrunni sem hann hafði aðgang að. Í staðinn er Wei, sem fæddist í Kína en fékk bandarískan ríkisborgararétt í maí í fyrra, sagður hafa fengið þúsundir dala, samkvæmt frétt CNN. Wei gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Zhao er sagður hafa veitt kínverskum útsendara aðgang að leynilegum upplýsingum frá ágúst 2021 til maí á þessu ári. Á meðal umræddra upplýsinga eru gögn um heræfingar á Indlands- og Kyrrahafi. Zhao starfaði við viðhald á tölvubúnaði í bandarískum herstöðvum en saksóknarar segja hann hafa tekið myndir af skjám sem sýndu leynileg gögn. Hann sendi einnig myndir og teikningar af bandarískum ratsjám í Japan. Zhao mun hafa fengið um fimmtán þúsund dali fyrir gögnin. Hann stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Segja Kínverja kræfa varðandi njósnir Saksóknarar segja handtökur Wei og Zhao vera til marks um aðgerðaáætlun Bandaríkjamann í að koma í veg fyrir þjófnað á leynilegum upplýsingum. Martin Estrada, saksóknari í Kaliforníu, sagði í gær að handtaka Zhao væri enn eitt dæmi um tilraunir Kínverja til að stela leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa um árabil varað við hættunni sem stafar af útsendurum frá Kína og fólki sem njósnar fyrir þá en á undanförnum árum hafa margir slíkir verið ákærðir fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Kína. Er þar um að ræða ríkisleyndarmál, viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um nýja tækni. Bandaríkjamenn segja Kínverja sérstaklega kræfa í tilraunum sínum til njósna í Bandaríkjunum. Í fyrra voru þrettán kínverskir ríkisborgarar sakaðir um njósnir og ólögleg afskipti í Bandaríkjunum í þremur mismunandi málum. Sjá einnig: Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sögðu frá því árið 2021 að stofnað væri til nýrrar rannsóknar sem tengdist Kína á tíu klukkustunda fresti. Þá voru til rannsóknar um tvö þúsund mál sem talið var að rekja mætti til yfirvalda í Kína. Spjótin hafa einnig beinst að fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Nokkrir slíkir hafa verið gómaðir við njósnir fyrir Kínverja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mennirnir heita Jinchao Wei og Wenheng Zhao. Báðir menn hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara. Saksóknarar segja að hann hafi gert samkomulag við útsendara frá Kína í febrúar í fyrra og að hann hafi sent myndir og myndbönd af USS Essex, skipsins þar sem hann starfaði sem vélavörður, og öðrum herskipum til kínverska mannsins. Myndefnið fékk Wei af leynilegum gagnagrunni sem hann hafði aðgang að. Í staðinn er Wei, sem fæddist í Kína en fékk bandarískan ríkisborgararétt í maí í fyrra, sagður hafa fengið þúsundir dala, samkvæmt frétt CNN. Wei gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Zhao er sagður hafa veitt kínverskum útsendara aðgang að leynilegum upplýsingum frá ágúst 2021 til maí á þessu ári. Á meðal umræddra upplýsinga eru gögn um heræfingar á Indlands- og Kyrrahafi. Zhao starfaði við viðhald á tölvubúnaði í bandarískum herstöðvum en saksóknarar segja hann hafa tekið myndir af skjám sem sýndu leynileg gögn. Hann sendi einnig myndir og teikningar af bandarískum ratsjám í Japan. Zhao mun hafa fengið um fimmtán þúsund dali fyrir gögnin. Hann stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Segja Kínverja kræfa varðandi njósnir Saksóknarar segja handtökur Wei og Zhao vera til marks um aðgerðaáætlun Bandaríkjamann í að koma í veg fyrir þjófnað á leynilegum upplýsingum. Martin Estrada, saksóknari í Kaliforníu, sagði í gær að handtaka Zhao væri enn eitt dæmi um tilraunir Kínverja til að stela leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa um árabil varað við hættunni sem stafar af útsendurum frá Kína og fólki sem njósnar fyrir þá en á undanförnum árum hafa margir slíkir verið ákærðir fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Kína. Er þar um að ræða ríkisleyndarmál, viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um nýja tækni. Bandaríkjamenn segja Kínverja sérstaklega kræfa í tilraunum sínum til njósna í Bandaríkjunum. Í fyrra voru þrettán kínverskir ríkisborgarar sakaðir um njósnir og ólögleg afskipti í Bandaríkjunum í þremur mismunandi málum. Sjá einnig: Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sögðu frá því árið 2021 að stofnað væri til nýrrar rannsóknar sem tengdist Kína á tíu klukkustunda fresti. Þá voru til rannsóknar um tvö þúsund mál sem talið var að rekja mætti til yfirvalda í Kína. Spjótin hafa einnig beinst að fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Nokkrir slíkir hafa verið gómaðir við njósnir fyrir Kínverja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01
Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59
Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31