Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:57 Árni Friðleifsson, varðstjóri Skjáskot/Stöð 2 Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“ Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira
Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“
Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira