Nautin Bubbi Morthens, Helgi Björns, Aron Can, Stebbi Jak og Páll Óskar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2023 20:31 Nautin eru öll með nöfn þekktra tónlistarmanna á Íslandi en Ása Sif hefur það hlutverk að velja nöfnin á gripina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bubbi Morthens, KK, Aron Can, Helgi Björn, Stebbi Jak, Páll Óskar og Herra Hnetusmjör láta fara vel um sig á grösugum túnum á sveitabæ á Suðurlandi. Hér erum við reyndar að tala um naut, sem öll bera nöfn þekktra tónlistarmanni. Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira