Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 06:40 Umrædd náma er við Krýsuvíkurveg. vísir/vilhelm Margir íbúar í Vallarhverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg. Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57