Sport

Steph Curry rappar um að pabbi hans kenndi honum að nota úlnliðinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Steph Curry er leikmaður Golden State Warriors
Steph Curry er leikmaður Golden State Warriors Vísir/Getty

Körfuboltamaðurinn, Steph Curry, sýnir á sér nýjar hliðar og rappar í tónlistarmyndbandi við rapp lagið Lil fish, big pond, sem er eftir rapparan Tobe Nwigwe.

Í dag var gefið út tónlistarmyndband þar sem Curry leikur stórt hlutverk. Hann rappar í fyrsta sinn hið minnsta opinberlega. Í myndbandinu heldur Curry á veiðistöng og rappar meðal annars um að hann sé sonur pabba síns. Faðir hans er Dell Curry sem spilaði sextán tímabil í NBA-deildinni.

 

Í júlí mánuði gaf Apple tv+ út heimildarmynd um Steph Curry, Heimildarmyndin heitir “Underrated” eða vanmetinn. Rapparinn Nwigwe gerði lagið Lil fish, big pound, og kemur það fyrir í heimildamyndinni.

 

Curry er einn besti körfuboltamaður í heimi og hefur átt afar farsælan feril en Curry er hvergi nærri hættur í körfubolta. Hann hefur fjórum sinnum unnið NBA-titilinn, tvisvar sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar og tekið þátt í níu Stjörnuleikjum.

Curry fer í hóp fjölmargra sem hafa spilað í NBA-deildinni og gefið út rapplag. Þar á meðal eru Shaquille O'Neal, Damian Lillard, Allen Iverson og Lonzo Ball sem hafa allir reynt fyrir sér í tónlistinni.

Það eru ekki bara körfuboltamenn í NBA-deildinni sem hafa gefið út tónlist heldur gaf Kristófer Acox, leikmaður Vals, í Subway-deildinni út á dögunum smáskífuna Bjartar nætur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×