Bæta ferðamönnum upp tjónið með ókeypis ferð til Ródos Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. ágúst 2023 16:29 Mitsotakis greindi frá tilboðinu í dag. AP Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðhera Grikklands, tilkynnti í dag að ferðamenn sem flýja þurftu eyjuna Ródos vegna gróðurelda sem upp komu í síðasta mánuði fái að dvelja á eyjunni í eina viku næsta sumar, án endurgjalds. Forsætisráðherrann greindi frá þessu í dag. Um tuttugu þúsund ferðamönnum var gert að flýja eyjuna, sem er fjölfarinn ferðamannastaður, í síðasta mánuði. Samkvæmt The Guardian voru þær björgunaraðgerðir stærsta rýming vegna náttúruhamfara í sögu Grikklands. Að sögn Mitsotakis höfðu eldarnir áhrif á um fimmtán prósent eyjunnar. Hann segir ástandið nú aftur komið í réttar skorður þrátt fyrir mikið tjón. Vill sýna ferðamönnum náttúrufegurðina Mitsotakis var gestur í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á sjónvarpsstöðinni ITV í dag. „Í samstarfi við sveitarfélögin munu grísk yfirvöld bjóða öllum þeim sem flýja þurftu eyjuna í fríinu sínu vegna eldanna upp á viku dvöl á Ródos næsta vor og næsta haust, til þess að tryggja að þeir komi aftur og njóti náttúrufegurðar eyjunnar,“ sagði hann í þættinum. Hann gaf ekki frekari upplýsingar um hvernig ferðunum verður háttað eða hvort flugferðir yrðu innifaldar í tilboðinu. Engir eldar sem stendur Gróðureldar loguðu á mörgum stöðum á Grikklandi í júlí en auk Ródos urðu eyjurnar Korfu og Evia og svæði umhverfis Aþenu eldunum að bráð. Þá sagði Mitsotakis í þættinum að sem stendur logi engir eldar á landinu og veðurhorfur næstu tvær vikurnar lofi góðu. Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Ferðalög Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Forsætisráðherrann greindi frá þessu í dag. Um tuttugu þúsund ferðamönnum var gert að flýja eyjuna, sem er fjölfarinn ferðamannastaður, í síðasta mánuði. Samkvæmt The Guardian voru þær björgunaraðgerðir stærsta rýming vegna náttúruhamfara í sögu Grikklands. Að sögn Mitsotakis höfðu eldarnir áhrif á um fimmtán prósent eyjunnar. Hann segir ástandið nú aftur komið í réttar skorður þrátt fyrir mikið tjón. Vill sýna ferðamönnum náttúrufegurðina Mitsotakis var gestur í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á sjónvarpsstöðinni ITV í dag. „Í samstarfi við sveitarfélögin munu grísk yfirvöld bjóða öllum þeim sem flýja þurftu eyjuna í fríinu sínu vegna eldanna upp á viku dvöl á Ródos næsta vor og næsta haust, til þess að tryggja að þeir komi aftur og njóti náttúrufegurðar eyjunnar,“ sagði hann í þættinum. Hann gaf ekki frekari upplýsingar um hvernig ferðunum verður háttað eða hvort flugferðir yrðu innifaldar í tilboðinu. Engir eldar sem stendur Gróðureldar loguðu á mörgum stöðum á Grikklandi í júlí en auk Ródos urðu eyjurnar Korfu og Evia og svæði umhverfis Aþenu eldunum að bráð. Þá sagði Mitsotakis í þættinum að sem stendur logi engir eldar á landinu og veðurhorfur næstu tvær vikurnar lofi góðu.
Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Ferðalög Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira