„Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. ágúst 2023 15:16 Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Guðmundur Árni Stefánsson segir að flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórn landsins. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. „Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira