Ógreidd mótsgjöld eyðilögðu draum um verðlaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2023 14:01 Það var hart barist á Rey Cup í Laugardalnum. Hér berjast leikmenn Hauka og Breiðabliks um boltann í rjómablíðu. Rey Cup Uppi varð fótur og fit á Rey Cup fótboltamótinu um helgina þegar lið Þróttar var óvænt komið í undanúrslit þrátt fyrir tap í átta liða úrslitum gegn Breiðabliki. Ástæðan var sú að ekki hafði verið greitt mótsgjald fyrir nokkra leikmenn Blika. Málið leystist farsællega og sömuleiðis þegar ósáttur faðir hljóp inn á völl til að ræða við dómara. Rey Cup, fótboltamót Þróttara í Laugardal í ár, var það fjölmennasta frá upphafi og hefur líklega sjaldan vakið jafnmikla athygli. Spilað var í rjómablíðu í Laugardalnum, þar sem aðstaða Þróttar hefur tekið glæsilegum breytingum, og unglingsstrákar frá Malaví stálu senunni. Fótboltamót eru þó sjaldan laus við dramatík enda miklar tilfinningar í spilinu. Þær eiga þó ekki síður rætur að rekja til spennu foreldra á hliðarlínunni. Vel þekktur vandi sem Breiðablik ákvað meðal annars að mæta með því að innleiða „bleika spjaldið“ á vel heppnuðu Símamóti fyrr í sumar. Það var einmitt lið Breiðabliks í 4. flokki kvenna sem taldi sig vera komið í undanúrslit á mótinu eftir leik gegn Þrótti. Í þeim leik varð ein óheppilegasta uppákoma mótsins þegar foreldri úr Blikahópnum gerði sér ferð inn á völlinn til að ræða við dómara um ákvörðun í leiknum. Blikastelpa hafði verið spörkuð illa niður af markverði Þróttara þar sem hún var komin ein í gegn. Dómari beitti hagnaði og Blikar komu boltanum í markið. Pabbi úr Blikahópnum hélt inn á völlinn til að eiga orðastað við dómara leiksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu spurði faðirinn dómarann hvort hann væri ekki örugglega með spjöld á sér? Ástæðan var ekki aðeins nýlegt brot þar sem mark var svo skorað heldur brot fyrr í leiknum á sama leikmanni sem Blikar töldu verðskulda refsingu í formi spjalds. Tekið á málinu með Blikum Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Rey Cup, segir foreldra og áhorfendur almennt hafa hegðað sér mjög vel á mótinu. Þá hafi fjöldi sjálfboðaliða komið að dómgæslu á mótinu og erfitt að gera sömu kröfu til sjálfboðaliða og reyndra dómara. Allir geri sitt besta sama hversu reyndir þeir eru. „Það varð eitt atvik þar sem foreldri hljóp inn á völlinn,“ segir Gunnhildur aðspurð um áður nefnt atvik. Dómari í þeim leik þekkir íþróttina vel enda spilar hann sjálfur með meistaraflokki Þróttar. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Rey Cup. „Það var tekið á því máli með liðinu sem pabbinn var að fylgja,“ segir Gunnhildur. Fólk eigi það til að gleyma sér í hita leiksins en málið hafi verið leyst farsællega. Greiddu ekki mótsgjaldið Breiðablik vann 2-1 sigur í leiknum gegn Þrótti og liðið komið í undanúrslit. Óvænt ský dró fyrir sólu í Laugardalnum hjá Blikastelpum og foreldrum þeirra eftir sigurinn. Í ljós kom að félaginu hafði verið dæmdur ósigur í leiknum. Ástæðan var sú að tvær Blikastelpur sem höfðu ekki verið skráðar til leiks spiluðu leikinn gegn Þrótti. Stelpur sem höfðu ekki spilað með Breiðabliki í riðlakeppninni en bæst í hópinn í átta liða úrslitum. Aðstandendur annars félags í mótinu hafði tekið eftir því að bæst hafði í hóp Blikastúlkna og tilkynnt til mótstjórnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða tvo leikmenn sem kallaðir voru inn í Blikahópinn vegna meiðsla leikmanna. „Það voru notaðir leikmenn sem voru ekki skráðir og við ekki upplýst um þá. Það var bara tekið á því,“ segir Gunnhildur. Skilningsríkir þjálfarar Reglurnar séu skýrar hvað það varði að leikmenn þurfi að vera skráðir til leiks fyrir mótið og þátttökugjald, sem er að lágmarki 22 þúsund krónur, greitt. Hún segir þjálfara liðsins, Breiðabliks, hafa tekið niðurstöðunni ótrúlega vel og skilið að til slíkra aðgerða þyrfti að grípa. „Þeir tóku vel í að sýna fordæmi að þetta væri ekki í boði. Þetta var vel unnið af þjálfurum liðsins,“ segir Gunnhildur. Leikmenn, þjálfarar og foreldrar hjá Þrótti voru búnir að sætta sig við tapið gegn Breiðablik, ómeðvitaðir um óskráða leikmenn Breiðabliks, og að búa sig undir leik í Safamýri þegar tíðindi bárust. Liðinu hefði verið dæmdur 3-0 sigur gegn Breiðabliki. Þróttur fór því í undanúrslit þar sem liðið datt út en Breiðablik spilaði um fimmta til áttunda sætið í keppninni. Vel heppnað mót Rey Cup hefur aldrei verið jafn fjölmennt og sömuleiðis var sett met í fjölda erlendra liða á mótinu. „Rey Cup er komið á næsta stig í alþjóðlegum mótum,“ segir Gunnhildur. Síminn sé þegar farinn að hringja fyrir mótið að ári. Íslensk félög og erlend að skrá sig til leiks. „Þetta er orðið mjög stórt mót sem vekur mikla athygli á heimsvísu.“ Þá segist hún vonast til þess að áframhald geti orðið á samstarfi við knattspyrnuakademíu í Malaví en strákalið þaðan kom, sá og sigraði í 3. flokki karla eins og fjallað hefur verið um. Fréttin var uppfærð klukkan 15:44. ReyCup Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn“ Það er óhætt að segja að lið knattspyrnuakademíu Ascent frá Malaví hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á fótboltamótinu Rey Cup um nýliðna helgi en tveir Íslendingar, sem búa í Malaví, ýttu hugmyndinni að komu liðsins, úr vör. 1. ágúst 2023 10:00 Breiðablik vann Bayern í vító | Strákarnir frá Malaví sóttu gullið Rey-Cup mótinu í fótbolta stráka og stelpna lauk á Laugardalsvellinum í dag. Á mótinu er leikið í 4. og 3. flokki karla og kvenna. 30. júlí 2023 16:51 Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 21. júlí 2023 22:05 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira
Rey Cup, fótboltamót Þróttara í Laugardal í ár, var það fjölmennasta frá upphafi og hefur líklega sjaldan vakið jafnmikla athygli. Spilað var í rjómablíðu í Laugardalnum, þar sem aðstaða Þróttar hefur tekið glæsilegum breytingum, og unglingsstrákar frá Malaví stálu senunni. Fótboltamót eru þó sjaldan laus við dramatík enda miklar tilfinningar í spilinu. Þær eiga þó ekki síður rætur að rekja til spennu foreldra á hliðarlínunni. Vel þekktur vandi sem Breiðablik ákvað meðal annars að mæta með því að innleiða „bleika spjaldið“ á vel heppnuðu Símamóti fyrr í sumar. Það var einmitt lið Breiðabliks í 4. flokki kvenna sem taldi sig vera komið í undanúrslit á mótinu eftir leik gegn Þrótti. Í þeim leik varð ein óheppilegasta uppákoma mótsins þegar foreldri úr Blikahópnum gerði sér ferð inn á völlinn til að ræða við dómara um ákvörðun í leiknum. Blikastelpa hafði verið spörkuð illa niður af markverði Þróttara þar sem hún var komin ein í gegn. Dómari beitti hagnaði og Blikar komu boltanum í markið. Pabbi úr Blikahópnum hélt inn á völlinn til að eiga orðastað við dómara leiksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu spurði faðirinn dómarann hvort hann væri ekki örugglega með spjöld á sér? Ástæðan var ekki aðeins nýlegt brot þar sem mark var svo skorað heldur brot fyrr í leiknum á sama leikmanni sem Blikar töldu verðskulda refsingu í formi spjalds. Tekið á málinu með Blikum Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Rey Cup, segir foreldra og áhorfendur almennt hafa hegðað sér mjög vel á mótinu. Þá hafi fjöldi sjálfboðaliða komið að dómgæslu á mótinu og erfitt að gera sömu kröfu til sjálfboðaliða og reyndra dómara. Allir geri sitt besta sama hversu reyndir þeir eru. „Það varð eitt atvik þar sem foreldri hljóp inn á völlinn,“ segir Gunnhildur aðspurð um áður nefnt atvik. Dómari í þeim leik þekkir íþróttina vel enda spilar hann sjálfur með meistaraflokki Þróttar. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Rey Cup. „Það var tekið á því máli með liðinu sem pabbinn var að fylgja,“ segir Gunnhildur. Fólk eigi það til að gleyma sér í hita leiksins en málið hafi verið leyst farsællega. Greiddu ekki mótsgjaldið Breiðablik vann 2-1 sigur í leiknum gegn Þrótti og liðið komið í undanúrslit. Óvænt ský dró fyrir sólu í Laugardalnum hjá Blikastelpum og foreldrum þeirra eftir sigurinn. Í ljós kom að félaginu hafði verið dæmdur ósigur í leiknum. Ástæðan var sú að tvær Blikastelpur sem höfðu ekki verið skráðar til leiks spiluðu leikinn gegn Þrótti. Stelpur sem höfðu ekki spilað með Breiðabliki í riðlakeppninni en bæst í hópinn í átta liða úrslitum. Aðstandendur annars félags í mótinu hafði tekið eftir því að bæst hafði í hóp Blikastúlkna og tilkynnt til mótstjórnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða tvo leikmenn sem kallaðir voru inn í Blikahópinn vegna meiðsla leikmanna. „Það voru notaðir leikmenn sem voru ekki skráðir og við ekki upplýst um þá. Það var bara tekið á því,“ segir Gunnhildur. Skilningsríkir þjálfarar Reglurnar séu skýrar hvað það varði að leikmenn þurfi að vera skráðir til leiks fyrir mótið og þátttökugjald, sem er að lágmarki 22 þúsund krónur, greitt. Hún segir þjálfara liðsins, Breiðabliks, hafa tekið niðurstöðunni ótrúlega vel og skilið að til slíkra aðgerða þyrfti að grípa. „Þeir tóku vel í að sýna fordæmi að þetta væri ekki í boði. Þetta var vel unnið af þjálfurum liðsins,“ segir Gunnhildur. Leikmenn, þjálfarar og foreldrar hjá Þrótti voru búnir að sætta sig við tapið gegn Breiðablik, ómeðvitaðir um óskráða leikmenn Breiðabliks, og að búa sig undir leik í Safamýri þegar tíðindi bárust. Liðinu hefði verið dæmdur 3-0 sigur gegn Breiðabliki. Þróttur fór því í undanúrslit þar sem liðið datt út en Breiðablik spilaði um fimmta til áttunda sætið í keppninni. Vel heppnað mót Rey Cup hefur aldrei verið jafn fjölmennt og sömuleiðis var sett met í fjölda erlendra liða á mótinu. „Rey Cup er komið á næsta stig í alþjóðlegum mótum,“ segir Gunnhildur. Síminn sé þegar farinn að hringja fyrir mótið að ári. Íslensk félög og erlend að skrá sig til leiks. „Þetta er orðið mjög stórt mót sem vekur mikla athygli á heimsvísu.“ Þá segist hún vonast til þess að áframhald geti orðið á samstarfi við knattspyrnuakademíu í Malaví en strákalið þaðan kom, sá og sigraði í 3. flokki karla eins og fjallað hefur verið um. Fréttin var uppfærð klukkan 15:44.
ReyCup Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn“ Það er óhætt að segja að lið knattspyrnuakademíu Ascent frá Malaví hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á fótboltamótinu Rey Cup um nýliðna helgi en tveir Íslendingar, sem búa í Malaví, ýttu hugmyndinni að komu liðsins, úr vör. 1. ágúst 2023 10:00 Breiðablik vann Bayern í vító | Strákarnir frá Malaví sóttu gullið Rey-Cup mótinu í fótbolta stráka og stelpna lauk á Laugardalsvellinum í dag. Á mótinu er leikið í 4. og 3. flokki karla og kvenna. 30. júlí 2023 16:51 Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 21. júlí 2023 22:05 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira
„Reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn“ Það er óhætt að segja að lið knattspyrnuakademíu Ascent frá Malaví hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á fótboltamótinu Rey Cup um nýliðna helgi en tveir Íslendingar, sem búa í Malaví, ýttu hugmyndinni að komu liðsins, úr vör. 1. ágúst 2023 10:00
Breiðablik vann Bayern í vító | Strákarnir frá Malaví sóttu gullið Rey-Cup mótinu í fótbolta stráka og stelpna lauk á Laugardalsvellinum í dag. Á mótinu er leikið í 4. og 3. flokki karla og kvenna. 30. júlí 2023 16:51
Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 21. júlí 2023 22:05