Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:15 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði, segir mælingar sýna fram á aukna fíkniefnaneyslu hér á landi. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira