Íslendingar geta leyst sakamál í göngutúrnum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 21:14 Karl Thoroddsen, maðurinn á bak við smáforritið Krimmi. Vísir/Arnar Nýtt íslenskt smáforrit leyfir Íslendingum að setja sig í fótspor rannsóknarlögreglumanna um land allt. Hver saga gerist á mismunandi stað en gerast einnig nokkrar sögur erlendis. Smáforritið Krimmi kom út fyrir einni og hálfri viku síðan en gengur forritið út á það að fólk leysi sakamál á meðan það er í göngutúr. Forritið er alíslenskt og eru allar sögurnar eftir íslenska höfunda. „Þetta virkar þannig að það eru um það bil 30 sögur á íslandi á ýmsum stöðum allt frá Ísafirði, til Reykjavíkur og Akureyrar. Þú ert á einhverjum stað, opnar appið, sérð að það er saga nálægt þér. Þú verður að rannsóknarlögreglumanni,. Það er sagt að lík fannst hérna, þú gengur á þann stað og athugar verksummerkin með hjálp þrívíddartækninnar og velur hvert þú vilt fara næst. Að lokum eftir svona tvo tíma ertu búinn að fá góðan göngutúr og leysa sakamál,“ segir Karl Thoroddsen, eigandi Krimma. Fréttamaður verður að rannsóknarlögreglumanni Hver saga kostar frá 140 til níu hundruð krónur og tekur frá klukkutíma að þremur tímum að leysa hvert mál. Og fékk fréttamaður að leysa eina ráðgátu. Hægt er að sjá hvernig það gekk í klippunni hér fyrir neðan. Forritið er fyrst um sinn einungis í boði fyrir notendur með Apple-tæki en vonast Karl eftir því að geta boðið notendum með Android-síma upp á forritið á næstunni. Þá á hann von á fleiri nýjungum í forritinu. „Það er búist við mjög stórri, langri sakamálasögu úr Reykjavík. Ég á von á einni sem gerist á hringferð um landið,“ segir Karl. „Það er mjög skemmtilegt að leysa þessar sögur í hóp. Alveg mjög skemmtilegt. Sérstaklega vegna þess að þessi þrívíddareiginleiki appsins, hann veldur því að sögurnar verða miklu meiri upplifun fyrir lesendur.“ Tækni Grín og gaman Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Smáforritið Krimmi kom út fyrir einni og hálfri viku síðan en gengur forritið út á það að fólk leysi sakamál á meðan það er í göngutúr. Forritið er alíslenskt og eru allar sögurnar eftir íslenska höfunda. „Þetta virkar þannig að það eru um það bil 30 sögur á íslandi á ýmsum stöðum allt frá Ísafirði, til Reykjavíkur og Akureyrar. Þú ert á einhverjum stað, opnar appið, sérð að það er saga nálægt þér. Þú verður að rannsóknarlögreglumanni,. Það er sagt að lík fannst hérna, þú gengur á þann stað og athugar verksummerkin með hjálp þrívíddartækninnar og velur hvert þú vilt fara næst. Að lokum eftir svona tvo tíma ertu búinn að fá góðan göngutúr og leysa sakamál,“ segir Karl Thoroddsen, eigandi Krimma. Fréttamaður verður að rannsóknarlögreglumanni Hver saga kostar frá 140 til níu hundruð krónur og tekur frá klukkutíma að þremur tímum að leysa hvert mál. Og fékk fréttamaður að leysa eina ráðgátu. Hægt er að sjá hvernig það gekk í klippunni hér fyrir neðan. Forritið er fyrst um sinn einungis í boði fyrir notendur með Apple-tæki en vonast Karl eftir því að geta boðið notendum með Android-síma upp á forritið á næstunni. Þá á hann von á fleiri nýjungum í forritinu. „Það er búist við mjög stórri, langri sakamálasögu úr Reykjavík. Ég á von á einni sem gerist á hringferð um landið,“ segir Karl. „Það er mjög skemmtilegt að leysa þessar sögur í hóp. Alveg mjög skemmtilegt. Sérstaklega vegna þess að þessi þrívíddareiginleiki appsins, hann veldur því að sögurnar verða miklu meiri upplifun fyrir lesendur.“
Tækni Grín og gaman Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira