Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 07:30 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Í gær ræddi borgarstjóri um að brýnt væri að finna þyrluflugi nýjan stað, þá sérstaklega þyrlum sem nýttar eru í útsýnisflug. Fjallað hefur verið um hávaðamengunina sem fylgir þyrlunum en umferð þeirra hefur stóraukist síðan gos hófst í Litla-Hrúti þann 10. júlí síðastliðinn. Eðlilegt að staldra aðeins við Hávaðinn hefur ekki einungis áhrif á líf Reykvíkinga, heldur einnig þeirra sem búa í Kópavogi en þyrlurnar fljúga þar yfir bæði eftir flugtak og við lendingu. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir það vera skynsamlegt að skoða nýja staði fyrir þyrluflugið. „Um leið og það fór að gjósa varð maður strax var við að margir Kópavogsbúar létu þyrluhljóðin fara aðeins í taugarnar á sér. Þetta er eitthvað sem íbúar á Kársnesi hafa lengi búið við, umferð flugvéla og þyrla, og kunna því margir ágætlega. En þegar þetta er orðið eins títt og núna í kringum skoðunarferðir að gosstöðvunum, þá er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort þetta þyrluflug þurfi að vera héðan frá Reykjavíkurflugvelli,“ segir Andri. Andri vill að Samgöngustofa endurskoði þá flugleið sem þyrlum er gert að fljúga en er sú leið yfir Kópavog. „Hvort það sé eðlilegt að að og frá flugið sé beint yfir Kópavog. Eða hvort það megi skoða að þær fari vestar þegar þær fara af stað og sneiða þannig betur fram hjá þeirri miklu íbúabyggð sem er hér í Kópavogi og í nágrannasveitarfélögunum. Ég held að Samgöngustofa eigi að gera þetta strax með haustinu,“ segir Andri. Eins og nágranni að æfa golfsveifluna Þá þurfi að finna betur út úr því hvernig þyrluflug og íbúabyggð nær saman. „Þetta er eins og að eiga nágranna sem er alltaf að æfa golfsveifluna úti í garði. Það kemur fyrir stöku sinnum að það skili sér einn og einn golfbolti inn á pallinn hjá þér og þú lætur það vera. En þegar þú ert hættur að sitja úti á palli því þú ert farin að fá svo margar kúlur í þig, þá kannski hvetur þú hann frekar til að fara út á golfvöll,“ segir Andri að lokum.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira