Ajax hrifsar Carlos Borges úr klóm West Ham Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 17:46 Carlos Borges fagnar einu af mörkum sínum á síðasta tímabili með varaliði Manchester City Vísir/Getty Hinn efnilegi Carlos Borges verður leikmaður Ajax á næsta tímabili en West Ham virðist hafa klúðrað kaupunum á honum algjörlega. Í tæpar tvær vikur tókst West Ham ekki að reka endahnút á félagskiptin. Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice. Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Sjá meira
Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice.
Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Sjá meira