Ajax hrifsar Carlos Borges úr klóm West Ham Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 17:46 Carlos Borges fagnar einu af mörkum sínum á síðasta tímabili með varaliði Manchester City Vísir/Getty Hinn efnilegi Carlos Borges verður leikmaður Ajax á næsta tímabili en West Ham virðist hafa klúðrað kaupunum á honum algjörlega. Í tæpar tvær vikur tókst West Ham ekki að reka endahnút á félagskiptin. Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice. Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice.
Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira