Innlent

Gripin með hálft kíló af kókaíni innvortis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan var stöðvuð við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 18. júní. Hún hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi.
Konan var stöðvuð við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 18. júní. Hún hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm

Erlend kona hefur verið dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins þann 18. júní síðastliðinn. Konan kom til landsins með flugi frá París í Frakklandi.

Efnin voru með 79 prósent styrkleika og í 42 pakkningum sem konan hafði innvortis í líkama sínum. Hún játaði brot sitt fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem taldi ljóst að hún væri burðardýr.

Dómurinn horfði líka til þess hve sterkt efnið var og að því hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Hlaut hún sjö mánaða dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×