Efnin voru með 79 prósent styrkleika og í 42 pakkningum sem konan hafði innvortis í líkama sínum. Hún játaði brot sitt fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem taldi ljóst að hún væri burðardýr.
Dómurinn horfði líka til þess hve sterkt efnið var og að því hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Hlaut hún sjö mánaða dóm.