„Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 19:18 Viðbyggingin kostar um sex milljarða króna. Stórum áfanga nýrrar viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði lauk í dag. Um sex milljarða króna verkefni er að ræða og eru áætluð verklok eftir tvö og hálft ár. Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira