„Vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson rifjar upp eftirminnilega Gleðigöngu. Vísir/Vilhelm „Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014: Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014:
Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira