„Vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson rifjar upp eftirminnilega Gleðigöngu. Vísir/Vilhelm „Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014: Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014:
Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira