Vitni lýsir dómsdagskenndu ástandi í kjölfar sprengingarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 16:40 Mahir segist þegar hafa verið við sjö útfarir eftir sprenginguna. AP Að minnsta kosti 45 eru látnir og fimmtán alvarlega særðir eftir sjálfsvígssprengingu á fundi Islam-flokks í bænum Khar í Pakistan í gær. Vitni lýsir ástandinu sem dómsdagskenndu. „Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni. Pakistan Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
„Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni.
Pakistan Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira