„Bless X“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 10:35 Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn. „Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“ Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“
Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira