„Bless X“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 10:35 Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn. „Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“ Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Sjá meira
„Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“
Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Sjá meira