Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 11:09 Mikil mótmæli gegn Kóranbrennum hafa verið í ríkjum þar sem Múslimar eru í meirihluta. AP Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56