Frá þessu er greint í tilkynningu frá LHÍ.
Segir þar að Edda Björg muni gegna hlutverki fagstjóra leikaranáms á haustönn 2023 og Vigdís Hrefna muni gegna sama hlutverki á vörönn 2024.
„Edda Björg Eyjólfsdóttir útskrifaðist árið 1998 með leikarapróf frá Leiklistarskóla Íslands. Frá því að hún lauk leiklistarnámi fyrir 25 árum hefur hún leikið í fjölda sviðsverka, flestum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu. Hún hefur meðal annars leikið veigamikil hlutverk í Hamingjudagar, Ríkharður III, Kartöfluæturnar, Haukur og Lilju, 4:48 Psychosis, Kardemommubæinn, Leg og Túskildingsóperunni. Hún hefur leikið í fjölda sjónvarpsþáttaraða, kvikmynda og oft tekið þátt í áramótaskaupinu,“ segir í tilkynningu um Eddu Björgu.
„Vigdís Hrefna Pálsdóttir lauk MA gráðu í Theatre Making frá University of Kent árið 2020 og MA gráðu í Musical Theatre, frá Royal Conservatoire of Scotland árið 2007. Hún útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands árið 2002. Frá því Vigdís Hrefna útskrifaðist sem leikari fyrir rúmum tuttugu árum hefur hún leikið í fjölda sviðsuppsetninga, flestum í Þjóðleikhúsinu þar sem hún er fastráðin leikkona,“ segir í tilkynningu um Vigdísi Hrefnu.