Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 17:23 Teitur Guðmundsson læknir er forstjóri Heilsuverndar. Bylgjan Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. „Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“ Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“
Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira