Leifar af fellibyl orsaka óvissu með veðrið um verslunarmannahelgina Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 14:57 Miðað við spána núna verður úrkoma í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Búist er þó við hægviðri. Sigurjón Ólason Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að óvissa sé með það hvernig veðrið verður á Íslandi um verslunarmannahelgina. Leifar af fellibyl orsaka óvissuna en að sögn veðurfræðings koma leifarnar þó ekki til Íslands. „Þetta er ekki að skýrast eins og við höfðum óskað okkur. Ástæðan er sú að það virðast vera leifar af fellibyl sem er að ganga til austurs yfir Atlantshafið á fimmtudag og föstudag,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Elín segir þó að leifarnar af fellibylnum eigi ekki eftir að koma til Íslands, þær haldi sér í Bretlandi. „En við sitjum svolítið í óvissusúpunni þarna í kjölfarið.“ Óvissan felist í því hvort úrkomusvæðið komi hérna yfir og hvort að hitabeltislægð verði að lægð í Norður-Atlantshafi. „Það breytir svolítið miklu hvort hún kemur eða fer. Þannig það er nú eiginlega það sem við erum að horfa á núna.“ Þá segir Elín að veðurspárnar hafi breyst mikið frá því í gær. Því sé ekki eins auðvelt að spá fyrir um það hvernig veðrið verður um verslunarmannahelgina. Eins og staðan er núna sé útlit fyrir einhverri rigningu á vestanverðu landinu en létta eigi svolítið til á norður- og austurlandi. Búist sé við átta til fimmtán stiga hita. „Þetta er ekkert hvassviðri eða slíkt.“ Búast má við að mikill fjöldi fólks komi saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Samkvæmt spánni lenda Vestmannaeyjar undir úrkomusvæðinu en þó er spáð hægviðri. „Við höfum oft verið að sjá miklu verra veður í Eyjum heldur en í þessari spá. Þannig það er bara regngallinn eins og alltaf, þú ferð náttúrulega ekki til Vestmannaeyja án þess að taka regngalla.“ Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Sjá meira
„Þetta er ekki að skýrast eins og við höfðum óskað okkur. Ástæðan er sú að það virðast vera leifar af fellibyl sem er að ganga til austurs yfir Atlantshafið á fimmtudag og föstudag,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Elín segir þó að leifarnar af fellibylnum eigi ekki eftir að koma til Íslands, þær haldi sér í Bretlandi. „En við sitjum svolítið í óvissusúpunni þarna í kjölfarið.“ Óvissan felist í því hvort úrkomusvæðið komi hérna yfir og hvort að hitabeltislægð verði að lægð í Norður-Atlantshafi. „Það breytir svolítið miklu hvort hún kemur eða fer. Þannig það er nú eiginlega það sem við erum að horfa á núna.“ Þá segir Elín að veðurspárnar hafi breyst mikið frá því í gær. Því sé ekki eins auðvelt að spá fyrir um það hvernig veðrið verður um verslunarmannahelgina. Eins og staðan er núna sé útlit fyrir einhverri rigningu á vestanverðu landinu en létta eigi svolítið til á norður- og austurlandi. Búist sé við átta til fimmtán stiga hita. „Þetta er ekkert hvassviðri eða slíkt.“ Búast má við að mikill fjöldi fólks komi saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Samkvæmt spánni lenda Vestmannaeyjar undir úrkomusvæðinu en þó er spáð hægviðri. „Við höfum oft verið að sjá miklu verra veður í Eyjum heldur en í þessari spá. Þannig það er bara regngallinn eins og alltaf, þú ferð náttúrulega ekki til Vestmannaeyja án þess að taka regngalla.“
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Sjá meira