Lífið

Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátið í Hrísey

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikill fjöldi var saman kominn á hátíðinni.
Mikill fjöldi var saman kominn á hátíðinni. drífa snædal

Það er mikið um dýrðir í Hrísey þessa helgina. Þar er haldið upp á hinsegin daga í fyrsta sinn og er búist við því að tvöfaldur íbúafjöldi sé staddur á eyjunni yfir helgina.

Drífa Snædal, sem á hús á eyjunni ásamt þremur vinkonum sínum, segir hátíðina hafa verið dásamlega hingað til.

„Þetta er fyrsta hátíðin sem Hrísey heldur. Þeir sem hingað hafa komið vita að dráttarvélar eru helstu ökutækin, þannig hér var mikil gleðiganga með dráttarvélum og gangandi fólki auðvitað. 

Drífa var himinlifandi með hinsegin dagana. drífa snædal

Um er að ræða einu hinsegin hátíðina á Akureyri, þar sem Hrísey er hluti af sveitarfélaginu Akureyri. Meðal viðstaddra voru Siggi Gunnars útvarpsmaður Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna '78 og dragdrottningin Starina. Bjarni Snæbjörnsson, sem hefur slegið í gegn með leikverki hans Góðan daginn faggi, kom einnig fram.

„Hér í Hrísey býr fólk sem á börn sem eru hinsegin og þau ákváðu bara að skella í hinsegin daga,“ segir Drífa. „Ég held að það sé almenn gleði og kátína með þetta, hér er flaggað um allan bæ. Hrísey er orðinn hýr yfir helgina.“

Reiknað er með því að yfir 200 manns hafi tekið þátt í göngunni í dag. Um 120 manns hafa vetursetu í Hrísey. 

Gleðin heldur áfram í kvöld en ball verður haldið í félagsheimilinu þar sem Siggi Gunnars þeytir skífum fram á rauða nótt. 

Talið er að rúmlega 200 manns hafi látíð sjá sig í göngunni.drífa snædal
Dráttarvélar eru helstu ökutækin í Hrísey og það breyttist ekki á hinsegin dögum.drífa snædal
Dráttarvélarnar voru fallega skreyttar. Á myndinni er Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðiprófessor.drífa snædal
Siggi Gunnars stjórnaði hátíðarhöldum.drífa snædal
Mikil stemning og mikil gleði.drífa snædal
Bjarni Snæbjörnsson skemmti gestum. drífa snædal





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.