Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2023 22:30 Udonis Haslem átti langan og farsælan feril í NBA deildinni. AP Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu. Haslem sem í dag er orðinn 43 ára spilaði annað hvort sem kraftframherji eða miðherji í mörgum frábærum liðum sem Miami Heat tefldi fram á undanförnum tveimur áratugum. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu en gekk til liðs við Heat og er talinn af mörgum holdgervingur þeirrar menningar sem einkennt hefur liðið frá South Beach og kallað er „Heat culture“ enda fyrirliði liðsins. Haslem er besti frákastari í sögu Miami Heat en á 20 ára ferli sínum tók hann í heild 5791 frákast en að meðaltali skilaði hann 6,6 fráköstum að meðaltali í leik. Þá skoraði hann 7,5 stig að meðaltali og gaf 0,8 stoðsendingar í 879 leikjum. Eins og fram hefur komið þá vann Haslem þrjá NBA titla en fyrsti kom í hús árið 2006 en þá voru aðalstjörnur liðsins Dwayne Wade og Shaquille O´Neal. Seinni tveir titlanir voru svo unnir árin 2012 og 2013. Þá var Wade enn í stóru hlutverki hjá liðinu en það var búið að hlaða heldur betur utan um hann en Lebron James, Chris Bosh og Ray Allen spiluðu allir með liðinu. Þá tók hann þátt í úrslitaeinvíginu gegn Denver Nuggets á liðnu tímabili og varð þar með sá elsti til að spila í úrslitum deildarinnar. Udonsi Haslem naut góðs af því að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum og hefur Miami Heat sagt að treyja hans, númer 40, muni verða hengd upp í rjáfur leikvallar liðsins í komandi framtíð. Haslem kvaddi aðdáendur sína og liðsins með færslu á samfélagsmiðlum sem má lesa hér að neðan. Forever a #HEATLegend pic.twitter.com/zb79Rm4bG4— Miami HEAT (@MiamiHEAT) July 28, 2023 NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Haslem sem í dag er orðinn 43 ára spilaði annað hvort sem kraftframherji eða miðherji í mörgum frábærum liðum sem Miami Heat tefldi fram á undanförnum tveimur áratugum. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu en gekk til liðs við Heat og er talinn af mörgum holdgervingur þeirrar menningar sem einkennt hefur liðið frá South Beach og kallað er „Heat culture“ enda fyrirliði liðsins. Haslem er besti frákastari í sögu Miami Heat en á 20 ára ferli sínum tók hann í heild 5791 frákast en að meðaltali skilaði hann 6,6 fráköstum að meðaltali í leik. Þá skoraði hann 7,5 stig að meðaltali og gaf 0,8 stoðsendingar í 879 leikjum. Eins og fram hefur komið þá vann Haslem þrjá NBA titla en fyrsti kom í hús árið 2006 en þá voru aðalstjörnur liðsins Dwayne Wade og Shaquille O´Neal. Seinni tveir titlanir voru svo unnir árin 2012 og 2013. Þá var Wade enn í stóru hlutverki hjá liðinu en það var búið að hlaða heldur betur utan um hann en Lebron James, Chris Bosh og Ray Allen spiluðu allir með liðinu. Þá tók hann þátt í úrslitaeinvíginu gegn Denver Nuggets á liðnu tímabili og varð þar með sá elsti til að spila í úrslitum deildarinnar. Udonsi Haslem naut góðs af því að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum og hefur Miami Heat sagt að treyja hans, númer 40, muni verða hengd upp í rjáfur leikvallar liðsins í komandi framtíð. Haslem kvaddi aðdáendur sína og liðsins með færslu á samfélagsmiðlum sem má lesa hér að neðan. Forever a #HEATLegend pic.twitter.com/zb79Rm4bG4— Miami HEAT (@MiamiHEAT) July 28, 2023
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum