Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 16:00 Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur, segir varla hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd á Íslandi. Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. Tilefnið eru umræðan sem kviknaði í kjölfar fréttar Vísis af því að útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Gústi B hefði keypt sér sitt fyrsta Rólex úr á dögunum. Egill Helgason, sjónvarpsmaður, tjáði sig um málið í Facebook færslu sem vakti mikla athygli. „Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svonalagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja? Ég man þá tíð að svona hefði þótt alveg innilega ófínt. En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki.“ Ekki staðreynd Vísir bar umræðuna undir Henry Alexander Henrysson, siðfræðing og doktor í heimspeki. Meðal annars hvort að aukin efnishyggja í íslensku samfélagi sé staðreynd? „Ég tel að það sé varla hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Annars vegar hefur gagnrýni á efnishyggju í samfélaginu fylgt vestrænum samfélögum um langa tíð. Má jafnvel rekja upphaf vestrænna gildisvísinda til þess að Sókrates gagnrýndi gildismat samferðafólks síns nokkur hundruð árum fyrir okkar tímatal.“ Hann segir þá gagnrýni hafa verið til staðar æ síðan. Á hinn bóginn sé erfitt að halda nokkru fram sem staðreynd þegar erfitt geti reynst að rannsaka það. Fólk greini eðlilega á um hvað teljist vera of mikil efnishyggja og því flókið að mynda sameiginlegan skilning um slík hugtök. Fjölmiðlar beri sína ábyrgð „Líklega má þó segja að við séum að ganga þessi misserin í gegnum tímabil þar sem fólk hefur á tilfinningunni að dýrkun á ákveðnu veraldlegu gildismati sé farin að ganga út í öfgar. Hér leika raunar fjölmiðlar lykilhlutverk og finnst mér að gamla afsökunin um að þeir endurspegli einungis gildismat og áhuga samfélagsins ekki eiga við. Fjölmiðlar eru orðnir of miklir gerendur til þess.“ Henry segir að sér þyki mesta breytingin nú vera sú að fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með því að pikka tiltekna hluti af samfélagsmiðlum og birta eins og um fréttnæmt efni sé að ræða. Hann segir að auðvitað megi halda úti tilteknum dálkum helgaða því hvar fólk hefur verið og hvað það hefur verið að fást við. „En ég held að umræðan undanfarið snúi að því hvernig svona efni er farið að dreifa sér of víða í bland við fréttaefni. Mörgum finnst það líka ekki viðeigandi á verðbólgu- og vaxtatímum þar sem efnahagur venjulegs fólks er býsna krefjandi. Hver veit nema það sem virðist vera áhugi á ofgnótt annarra aukist við þrengingar. Fólk smellir á fréttir í forundran fremur en fyrir forvitni og aðdáun. Og þá hefst þessi vítahringur – fjölmiðlar halda að þetta sé efni sem lesendur séu að kalla eftir og birta meira af því.“ Spari stóru orðin gegn fólki í allsnægtarfréttum Henry segir að þrátt fyrir það þurfi fólk að passa sig á að ganga ekki of harkalega um með siðavöndinn og hneykslast. Hann segist aldrei hafa verið hrifinn af of mikilli móralíseringu gagnvart samborgurum. „Sérstaklega eigum við að spara við okkur stóru orðin gagnvart einstaklingum sem allsnægtafréttirnar eru birtar um. Persónulega finnst mér sem ábyrgðin liggi ekki nema þá að hluta hjá þeim. Orku okkar eru betur borgið í opinni umræðu um gildismatið í samfélaginu fremur en að hneykslast yfir því hvers konar ökutæki menn út í bæ nota til að koma sér á milli staða, svo dæmi sé tekið.“ Hann segir að það versta sem gæti gerst nú er að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. „Ekkert er auðveldara heldur en að mála hina sem annað hvort smekklausa vitleysinga eða öfundsjúka aumingja. Maður getur eiginlega ekki ímyndað sér verri niðurstöðu og ég held að þetta sé eitthvað sem við ættum að hafa raunverulegar áhyggjur af.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Tilefnið eru umræðan sem kviknaði í kjölfar fréttar Vísis af því að útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Gústi B hefði keypt sér sitt fyrsta Rólex úr á dögunum. Egill Helgason, sjónvarpsmaður, tjáði sig um málið í Facebook færslu sem vakti mikla athygli. „Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svonalagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja? Ég man þá tíð að svona hefði þótt alveg innilega ófínt. En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki.“ Ekki staðreynd Vísir bar umræðuna undir Henry Alexander Henrysson, siðfræðing og doktor í heimspeki. Meðal annars hvort að aukin efnishyggja í íslensku samfélagi sé staðreynd? „Ég tel að það sé varla hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Annars vegar hefur gagnrýni á efnishyggju í samfélaginu fylgt vestrænum samfélögum um langa tíð. Má jafnvel rekja upphaf vestrænna gildisvísinda til þess að Sókrates gagnrýndi gildismat samferðafólks síns nokkur hundruð árum fyrir okkar tímatal.“ Hann segir þá gagnrýni hafa verið til staðar æ síðan. Á hinn bóginn sé erfitt að halda nokkru fram sem staðreynd þegar erfitt geti reynst að rannsaka það. Fólk greini eðlilega á um hvað teljist vera of mikil efnishyggja og því flókið að mynda sameiginlegan skilning um slík hugtök. Fjölmiðlar beri sína ábyrgð „Líklega má þó segja að við séum að ganga þessi misserin í gegnum tímabil þar sem fólk hefur á tilfinningunni að dýrkun á ákveðnu veraldlegu gildismati sé farin að ganga út í öfgar. Hér leika raunar fjölmiðlar lykilhlutverk og finnst mér að gamla afsökunin um að þeir endurspegli einungis gildismat og áhuga samfélagsins ekki eiga við. Fjölmiðlar eru orðnir of miklir gerendur til þess.“ Henry segir að sér þyki mesta breytingin nú vera sú að fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með því að pikka tiltekna hluti af samfélagsmiðlum og birta eins og um fréttnæmt efni sé að ræða. Hann segir að auðvitað megi halda úti tilteknum dálkum helgaða því hvar fólk hefur verið og hvað það hefur verið að fást við. „En ég held að umræðan undanfarið snúi að því hvernig svona efni er farið að dreifa sér of víða í bland við fréttaefni. Mörgum finnst það líka ekki viðeigandi á verðbólgu- og vaxtatímum þar sem efnahagur venjulegs fólks er býsna krefjandi. Hver veit nema það sem virðist vera áhugi á ofgnótt annarra aukist við þrengingar. Fólk smellir á fréttir í forundran fremur en fyrir forvitni og aðdáun. Og þá hefst þessi vítahringur – fjölmiðlar halda að þetta sé efni sem lesendur séu að kalla eftir og birta meira af því.“ Spari stóru orðin gegn fólki í allsnægtarfréttum Henry segir að þrátt fyrir það þurfi fólk að passa sig á að ganga ekki of harkalega um með siðavöndinn og hneykslast. Hann segist aldrei hafa verið hrifinn af of mikilli móralíseringu gagnvart samborgurum. „Sérstaklega eigum við að spara við okkur stóru orðin gagnvart einstaklingum sem allsnægtafréttirnar eru birtar um. Persónulega finnst mér sem ábyrgðin liggi ekki nema þá að hluta hjá þeim. Orku okkar eru betur borgið í opinni umræðu um gildismatið í samfélaginu fremur en að hneykslast yfir því hvers konar ökutæki menn út í bæ nota til að koma sér á milli staða, svo dæmi sé tekið.“ Hann segir að það versta sem gæti gerst nú er að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. „Ekkert er auðveldara heldur en að mála hina sem annað hvort smekklausa vitleysinga eða öfundsjúka aumingja. Maður getur eiginlega ekki ímyndað sér verri niðurstöðu og ég held að þetta sé eitthvað sem við ættum að hafa raunverulegar áhyggjur af.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira