Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2023 07:01 Fólk ætti að skoða sig vel um í kringum heimilið áður en haldið er í ferðalag. Vísir/Getty Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“ Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“
Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira