Heimsókn á Lambeyrar: „Lögreglan neitaði að koma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2023 19:22 Ása Skúladóttir segir lögregluna neita að aðhafast í málinu. ívar fannar Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hún biðlar til lögreglunnar að sinna vinnunni sinni. Töluvert hefur verið fjallað um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum eftir að þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar, barnamálaráðherra, sögðu sögu sína í hlaðvarpinu: Lömbin þagna ekki. Deiluna má rekja til ársins 2007 þegar Einar Valdimar Ólafsson fellur frá og arfleiðir börnin sín átta jafnt að jörðinni Lambeyrum. Ása segir að Einar hafi arfleitt börnin sín átta jafnt að jörðinni.grafík/sara Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar og stjórnandi hlaðvarpsins segir að föðursystir sín hafi ein verið prókúruhafi á þeim reikningum sem tilheyrðu jörðinni. Hún segir að Ásmundur hafi breytt prókúru og eignum búsins og föðurarfi systkinanna átta verið sólundað í braski. „Það sem gerist er að Ásmundur fer að sýsla með fé sem öll systkinin eiga saman, án þeirra leyfis og án þess einu sinni að láta þau vita. Hann gerir fjármálagjörninga sem eru þannig að hann tapar stórum hluta af peningunum.“ Ása segir að meðal annars hafi Daði notað peningana til að byggja hús handa Ásmundi á lóðinni. Hér sést óljóst í húsið sem Ása segir að byggt hafi verið fyrir Ásmund. Hún segir jafnframt að Ásmundur hafi einu sinni brotist inn í það.ívar fannar Kaupa jörðina á nauðaungarsölu Ása segir að Daði, faðir Ásmundar, hafi tekið hvert lánið á fætur öðru með veði í jörð sem ekki var öll í hans eigu, án samþykkis allra systkina sinna með þeim afleiðingum að fjölskyldan missir jörðina sem fer á uppboð árið 2017. Faðir Ásu og tvær systur hans, ásamt mági Ásu, kaupa þá jörðina á nauðungarsölu. Faðir Ásu og tvær systur hans, ásamt mági Ásu, kaupa þá jörðina á nauðungarsölu.grafík/sara Ása segir að frá þeim tíma hafi pabbi hennar þurft að þola ítrekuð skemmdarverk, áreiti og ógnanir frá Daða og bróður hans, Valdimars, sem greinilega hafi ekki verið sáttir við gang mála. Ása segir að plógur eða önnur stór vél hafi verið notuð til að eyðileggja tún.aðsend Margir kílómetrar af girðingum hafi verið eyðilagðir, rotnandi kindahræ skilin eftir, skít dreift við íbúðarhús og tuttugu hektarar af túnum verið skornir og eyðilagðir. Ása segist halda að mörg skemmdarverkanna séu gerð í þeim tilgangi að ekki sé hægt að nota húsið að nýju Lambeyrum, húsið sem byggt hafi verið fyrir Ásmund. Pabbi Ásu hafi fyrir nokkrum árum leigt húsið til stéttarfélags en neyðst til að taka það af leigu þar sem ekki hafi verið hægt að bjóða fólki upp á að dvelja þarna fyrir áreiti. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sýnir Ása fréttamanni aðstæður á Lambeyrum: „Hér hefur verið farið með plóg og allt túnið rifið upp. Nútíma heyvinnuvélar eru þannig að það er ekkert hægt að vinna þetta tún. Túnið er gjörsamlega ónothæft.“ „Hér sjáum við hvernig klippt hefur verið á girðingar. Systir mín tók þetta saman með loftmynd, þetta eru um fimm kílómetrar af girðingu sem hafa verið klippt niður. Í fyrsta lagi er ótrúleg vinna að girða þetta aftur en svo er það bara tilgangslaust því um leið og það er gert er þetta aftur klippt.“ „Hérna eru leifar af skítahrúgu. Hann var með dráttarvél og stóra skóflu og hendir skít beint við húsið, sem næst húsinu til að trufla hugsanlega leigjendur og svo er þetta bara áreiti.“ „Hér sérðu hjólförin eftir það þegar Daði tók sig til á bílum og dráttarvélum og fór hring eftir hring í kringum húsið til að reyna að áreita að ógna.“ Ása segir að aksturinn hafi náðst á öryggismyndavélar hússins og sendar á lögreglu sem hafi ekki brugðist við. Sjálf vilji hún ekki birta þær af ótta við kæru frá Daða. Ása segir að ekki sé hægt að nota túnin.aðsend „Við komum ekki“ Alvarlegast hafi verið þegar vatnsveitan hafi verið tekin í sundur með þeim afleiðingum að allt rennandi vatn fór af húsinu. „Og þá er hringt á lögregluna sem neitar að koma. Það er hringt aftur og lögreglan segir þá með skýrum hætti að hún muni alls ekki koma nema það verði líkamsmeiðingar. Þannig þetta var ekki spurning um það að lögreglan væri svakalega upptekin, þetta var ekki spurning um að lögreglan væri upptekin í augnablikinu en kæmi seinna. Þessi átök stóðu yfir í marga klukkutíma og lögreglan sagði: Við komum ekki.“ Vildu ekki segja sína hlið málsins Fréttamaður hitti Daða og bróður hans Valdimar og bauð þeim að segja sína hlið málsins. Þeir vildu ekki tjá sig um málið. „Þessi átök stóðu yfir í marga klukkutíma og lögreglan sagði: Við komum ekki,“ segir Ása.aðsend Engir eftirmálar af meintu innbroti Ása segir Ásmund hafa í tvígang brotist inn í hús á jörðinni. Annars vegar í hús hjá gamla bænum þar sem faðir Ásu hafi staðið hann að verki og í hitt skiptið hafi hann brotist inn í húsið að nýju Lambeyrum, sjónarvottur hringt á lögreglu sem hafi mætt á svæðið og staðið hann að verki. „En svo þegar pabbi var að reyna að kæra þá sagði lögreglan að það væri engin ástæða til að fara með þetta lengra, það verður ekki farið með þetta lengra þannig í raun urðu engir eftirmálar af þessu.“ Ásmundur hefur hafnað viðtölum um málið en sagði deiluna ekki koma sér við í yfirlýsingu á dögunum. Í upphafi hafi hann tekið einarða afstöðu með föður sínum en nú hafi hann stigið út úr átökunum. Ása segir fjölskylduna ítrekað hafa leitað til lögreglu sem bæði neiti að mæta á svæðið og aðhafast í málinu. Aðspurð hvað geti skýrt segir Ása það spila inn í að um sé að ræða föður ráðherra sem hafi mikil ítök á svæðinu sökum stöðu sinnar. „Það að hann sé ráðherra hefur bein áhrif á þetta mál. Það er engin spurning. Veitir föður hans og föðurbróður ákveðinn trúverðugleika og virðingu, bara af því að hann er ráðherra.“ Ása Skúladóttir segir það hafa verið erfitt skref að segja frá fjölskylduerjum.ívar fannar Eina leiðin sem hún sá færa Hún segir að það hafi verið þungt skref að segja sögu þeirra í hlaðvarpinu en að það hafi verið örþrifaráð þar sem áreitið hafi farið stigmagnandi á sama tíma og lögreglan geri ekki neitt. „Eina leiðin sem ég sá færa og systir mínar sáum færa er bara út með þetta allt saman, út með sannleikann. Það er það sem við viljum með hlaðvarpinu. Vonandi verður það til þess að skemmdaverkin hætti.“ Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Tengdar fréttir Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37 Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum eftir að þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar, barnamálaráðherra, sögðu sögu sína í hlaðvarpinu: Lömbin þagna ekki. Deiluna má rekja til ársins 2007 þegar Einar Valdimar Ólafsson fellur frá og arfleiðir börnin sín átta jafnt að jörðinni Lambeyrum. Ása segir að Einar hafi arfleitt börnin sín átta jafnt að jörðinni.grafík/sara Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar og stjórnandi hlaðvarpsins segir að föðursystir sín hafi ein verið prókúruhafi á þeim reikningum sem tilheyrðu jörðinni. Hún segir að Ásmundur hafi breytt prókúru og eignum búsins og föðurarfi systkinanna átta verið sólundað í braski. „Það sem gerist er að Ásmundur fer að sýsla með fé sem öll systkinin eiga saman, án þeirra leyfis og án þess einu sinni að láta þau vita. Hann gerir fjármálagjörninga sem eru þannig að hann tapar stórum hluta af peningunum.“ Ása segir að meðal annars hafi Daði notað peningana til að byggja hús handa Ásmundi á lóðinni. Hér sést óljóst í húsið sem Ása segir að byggt hafi verið fyrir Ásmund. Hún segir jafnframt að Ásmundur hafi einu sinni brotist inn í það.ívar fannar Kaupa jörðina á nauðaungarsölu Ása segir að Daði, faðir Ásmundar, hafi tekið hvert lánið á fætur öðru með veði í jörð sem ekki var öll í hans eigu, án samþykkis allra systkina sinna með þeim afleiðingum að fjölskyldan missir jörðina sem fer á uppboð árið 2017. Faðir Ásu og tvær systur hans, ásamt mági Ásu, kaupa þá jörðina á nauðungarsölu. Faðir Ásu og tvær systur hans, ásamt mági Ásu, kaupa þá jörðina á nauðungarsölu.grafík/sara Ása segir að frá þeim tíma hafi pabbi hennar þurft að þola ítrekuð skemmdarverk, áreiti og ógnanir frá Daða og bróður hans, Valdimars, sem greinilega hafi ekki verið sáttir við gang mála. Ása segir að plógur eða önnur stór vél hafi verið notuð til að eyðileggja tún.aðsend Margir kílómetrar af girðingum hafi verið eyðilagðir, rotnandi kindahræ skilin eftir, skít dreift við íbúðarhús og tuttugu hektarar af túnum verið skornir og eyðilagðir. Ása segist halda að mörg skemmdarverkanna séu gerð í þeim tilgangi að ekki sé hægt að nota húsið að nýju Lambeyrum, húsið sem byggt hafi verið fyrir Ásmund. Pabbi Ásu hafi fyrir nokkrum árum leigt húsið til stéttarfélags en neyðst til að taka það af leigu þar sem ekki hafi verið hægt að bjóða fólki upp á að dvelja þarna fyrir áreiti. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sýnir Ása fréttamanni aðstæður á Lambeyrum: „Hér hefur verið farið með plóg og allt túnið rifið upp. Nútíma heyvinnuvélar eru þannig að það er ekkert hægt að vinna þetta tún. Túnið er gjörsamlega ónothæft.“ „Hér sjáum við hvernig klippt hefur verið á girðingar. Systir mín tók þetta saman með loftmynd, þetta eru um fimm kílómetrar af girðingu sem hafa verið klippt niður. Í fyrsta lagi er ótrúleg vinna að girða þetta aftur en svo er það bara tilgangslaust því um leið og það er gert er þetta aftur klippt.“ „Hérna eru leifar af skítahrúgu. Hann var með dráttarvél og stóra skóflu og hendir skít beint við húsið, sem næst húsinu til að trufla hugsanlega leigjendur og svo er þetta bara áreiti.“ „Hér sérðu hjólförin eftir það þegar Daði tók sig til á bílum og dráttarvélum og fór hring eftir hring í kringum húsið til að reyna að áreita að ógna.“ Ása segir að aksturinn hafi náðst á öryggismyndavélar hússins og sendar á lögreglu sem hafi ekki brugðist við. Sjálf vilji hún ekki birta þær af ótta við kæru frá Daða. Ása segir að ekki sé hægt að nota túnin.aðsend „Við komum ekki“ Alvarlegast hafi verið þegar vatnsveitan hafi verið tekin í sundur með þeim afleiðingum að allt rennandi vatn fór af húsinu. „Og þá er hringt á lögregluna sem neitar að koma. Það er hringt aftur og lögreglan segir þá með skýrum hætti að hún muni alls ekki koma nema það verði líkamsmeiðingar. Þannig þetta var ekki spurning um það að lögreglan væri svakalega upptekin, þetta var ekki spurning um að lögreglan væri upptekin í augnablikinu en kæmi seinna. Þessi átök stóðu yfir í marga klukkutíma og lögreglan sagði: Við komum ekki.“ Vildu ekki segja sína hlið málsins Fréttamaður hitti Daða og bróður hans Valdimar og bauð þeim að segja sína hlið málsins. Þeir vildu ekki tjá sig um málið. „Þessi átök stóðu yfir í marga klukkutíma og lögreglan sagði: Við komum ekki,“ segir Ása.aðsend Engir eftirmálar af meintu innbroti Ása segir Ásmund hafa í tvígang brotist inn í hús á jörðinni. Annars vegar í hús hjá gamla bænum þar sem faðir Ásu hafi staðið hann að verki og í hitt skiptið hafi hann brotist inn í húsið að nýju Lambeyrum, sjónarvottur hringt á lögreglu sem hafi mætt á svæðið og staðið hann að verki. „En svo þegar pabbi var að reyna að kæra þá sagði lögreglan að það væri engin ástæða til að fara með þetta lengra, það verður ekki farið með þetta lengra þannig í raun urðu engir eftirmálar af þessu.“ Ásmundur hefur hafnað viðtölum um málið en sagði deiluna ekki koma sér við í yfirlýsingu á dögunum. Í upphafi hafi hann tekið einarða afstöðu með föður sínum en nú hafi hann stigið út úr átökunum. Ása segir fjölskylduna ítrekað hafa leitað til lögreglu sem bæði neiti að mæta á svæðið og aðhafast í málinu. Aðspurð hvað geti skýrt segir Ása það spila inn í að um sé að ræða föður ráðherra sem hafi mikil ítök á svæðinu sökum stöðu sinnar. „Það að hann sé ráðherra hefur bein áhrif á þetta mál. Það er engin spurning. Veitir föður hans og föðurbróður ákveðinn trúverðugleika og virðingu, bara af því að hann er ráðherra.“ Ása Skúladóttir segir það hafa verið erfitt skref að segja frá fjölskylduerjum.ívar fannar Eina leiðin sem hún sá færa Hún segir að það hafi verið þungt skref að segja sögu þeirra í hlaðvarpinu en að það hafi verið örþrifaráð þar sem áreitið hafi farið stigmagnandi á sama tíma og lögreglan geri ekki neitt. „Eina leiðin sem ég sá færa og systir mínar sáum færa er bara út með þetta allt saman, út með sannleikann. Það er það sem við viljum með hlaðvarpinu. Vonandi verður það til þess að skemmdaverkin hætti.“
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Tengdar fréttir Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37 Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17
Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37
Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46
Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06
Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04