FCK vill ekki valda börnum vonbrigðum: „Nei takk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 11:31 Þessi fær ólíklega treyju ef hann mætir með skilti með bón um slíka. Getty Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir því að stuðningsmenn beri ekki skilti þar sem beðið er um treyjur leikmanna að leik loknum. Of mörg börn fari vonsvikin heim. FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.” Danski boltinn Danmörk Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.”
Danski boltinn Danmörk Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki