Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 09:01 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum Starfsmannamál þjóðkirkjunnar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Drífa Hjartadóttir, forseti kirkjuþings, vakti athygli á því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. Biskupsritari sagði í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Búið sé að boða til kosninga næsta vor og þangað til hafi hún fullt umboð og ákvörðunarvald. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sagðist í gær vera ósammála því sem kemur fram í yfirlýsingu biskupsritara og sagði ákvörðun um framlengingu ekki eiga sér stoð í lögum. „Ég átta mig ekki á því með hvaða lagaheimild það var gert en það átti auðvitað bara að kjósa nýjan biskup eftir þessum lagareglum þegar að hans kjörtímabil rann út,“ sagði Jón Steinar og að það hafi verið um mitt ár í fyrra. Framlenging á samningi sem hafi verið gerð þá eigi sér ekki stoð í lögum. Biskup ekki lengur embættismaður Einar Hugi Bjarnason, lögmaður biskups, segir í skriflegu svari við fullyrðingum Jóns Steinars að hann geti ekki orða bundist, enda sé alrangt sem haldið er fram að biskup Íslands hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Lagabreytingar hafi verið gerðar þann 1. janúar árið 2020 sem fólu í sér að biskup Íslands varð starfsmaður kirkjunnar en ekki embættismaður ríkisins. Í lögskýringargögnum með lögunum væri tekið fram að þegar skipunartíma biskups sem embættismanns lyki yrði gerður skriflegur ráðningarsamningur. Það hafi verið gert í samræmi við vilja löggjafans. Agnes hafi fullt umboð þar til nýr biskup tekur við Einar Hugi segir að kirkjuþing hafi sett starfsreglur um kosningu biskupa sem tóku gildi 1. janúar 2022. Í þeim reglum komi fram að ákvörðun um það hvenær biskupskjör skuli fara fram sé í höndum kjörstjórnar kirkjuþings og sú ákvörðun sé háð samþykki forsætisnefndar. Biskup Íslands hafi enga aðkomu að þeirri ákvarðanatöku. Einar Hugi Bjarnason er lögmaður biskups Íslands og einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur.Lögfræðistofa Reykjavíkur Kjörstjórn hafi tilkynnt með bréfi, dagsettu 15. mars 2023, að undirbúningur að kosningu til biskups Íslands myndi hefjast í ársbyrjun 2024. Samkvæmt því muni biskupskjör fara fram á fyrri hluta næsta árs. Í sama bréfi sé tekið fram að forsætisnefnd kirkjuþings hafi fallist á að umboð biskups næði til 1. júlí árið 2024. „Biskups Íslands hefur samkvæmt framansögðu fullt umboð á grundvelli ráðningarsambands síns við þjóðkirkjuna til að sinna þeim verkefnum sem biskupi eru falin allt þar til nýr biskup hefur verið kosinn og formleg biskupaskipti hafa farið fram.“ Röksemdafærslan markleysa Einar Hugi segir að sér finnist misskilningur Jóns Steinars hvarfast um það að biskup er ekki lengur embættismaður og hefur ekki verið frá 1. janúar 2020. „Það þarf því ekki sérstaka lagaheimild eða nýtt skipunarbréf frá forseta Íslands til að framlengja skipunartímann. Sú röksemdafærsla er markleysa enda ákvað löggjafinn að kirkjan réði starfsmannamálum sínum sjálf. Þá er biskup er ekki lengur embættismaður og þar af leiðandi getur hvorki forseti Íslands né ráðherra kirkjumála skipað nýjan biskup. Engin hætta á að ákvörðunum Agnesar verði hnekkt vegna umboðsleysis Meðal þess sem kom fram í máli Jóns Steinars var að samhliða óvissu um lögmæti ráðningar Agnesar ríki óvissa um embættisverk hennar frá því að skipunartíminn rann út í fyrra. „Ég veit ekki hvort að menn geti beitt einhverjum neyðarréttarsjónarmiðum að láta þau halda sér áfram en mér finnst það ekki mjög sannfærandi. Ef einhver vill hnekkja einhverjum ákvörðunum sem að þessi biskup hefur tekið eftir að kjörtímabil hans rann út geta menn reynt það og þá reynir á það fyrir dómstólum hvort að slíkar embættisgjörðir standist,“ sagði Jón Steinar. Einar Hugi segist í samtali við Vísi engar áhyggjur hafa af því að ákvarðanir Agnesar muni sæta endurskoðun á grundvelli skorts á umboði. Þar sem þjóðkirkjan ræður starfsmannamálum sínum sjálf gildi um umboð biskups, líkt og um aðra starfsmenn þjóðkirkjunnar, þeir ráðningarsamningar sem gerðir voru í kjölfar yfirfærslunnar frá ríki til kirkju. Í tilviki biskups komi til viðbótar starfsreglur kirkjuþings um kosningu biskups. „Það er engum vafa háð að meðan nýr biskup hefur ekki verið kosinn á grundvelli þeirra starfsreglna hefur biskup Íslands fullt umboð til að gegna embætti biskup Íslands á grundvelli ráðningarsambands síns við þjóðkirkjuna.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25. júlí 2023 13:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Starfsmannamál þjóðkirkjunnar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Drífa Hjartadóttir, forseti kirkjuþings, vakti athygli á því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. Biskupsritari sagði í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Búið sé að boða til kosninga næsta vor og þangað til hafi hún fullt umboð og ákvörðunarvald. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sagðist í gær vera ósammála því sem kemur fram í yfirlýsingu biskupsritara og sagði ákvörðun um framlengingu ekki eiga sér stoð í lögum. „Ég átta mig ekki á því með hvaða lagaheimild það var gert en það átti auðvitað bara að kjósa nýjan biskup eftir þessum lagareglum þegar að hans kjörtímabil rann út,“ sagði Jón Steinar og að það hafi verið um mitt ár í fyrra. Framlenging á samningi sem hafi verið gerð þá eigi sér ekki stoð í lögum. Biskup ekki lengur embættismaður Einar Hugi Bjarnason, lögmaður biskups, segir í skriflegu svari við fullyrðingum Jóns Steinars að hann geti ekki orða bundist, enda sé alrangt sem haldið er fram að biskup Íslands hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Lagabreytingar hafi verið gerðar þann 1. janúar árið 2020 sem fólu í sér að biskup Íslands varð starfsmaður kirkjunnar en ekki embættismaður ríkisins. Í lögskýringargögnum með lögunum væri tekið fram að þegar skipunartíma biskups sem embættismanns lyki yrði gerður skriflegur ráðningarsamningur. Það hafi verið gert í samræmi við vilja löggjafans. Agnes hafi fullt umboð þar til nýr biskup tekur við Einar Hugi segir að kirkjuþing hafi sett starfsreglur um kosningu biskupa sem tóku gildi 1. janúar 2022. Í þeim reglum komi fram að ákvörðun um það hvenær biskupskjör skuli fara fram sé í höndum kjörstjórnar kirkjuþings og sú ákvörðun sé háð samþykki forsætisnefndar. Biskup Íslands hafi enga aðkomu að þeirri ákvarðanatöku. Einar Hugi Bjarnason er lögmaður biskups Íslands og einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur.Lögfræðistofa Reykjavíkur Kjörstjórn hafi tilkynnt með bréfi, dagsettu 15. mars 2023, að undirbúningur að kosningu til biskups Íslands myndi hefjast í ársbyrjun 2024. Samkvæmt því muni biskupskjör fara fram á fyrri hluta næsta árs. Í sama bréfi sé tekið fram að forsætisnefnd kirkjuþings hafi fallist á að umboð biskups næði til 1. júlí árið 2024. „Biskups Íslands hefur samkvæmt framansögðu fullt umboð á grundvelli ráðningarsambands síns við þjóðkirkjuna til að sinna þeim verkefnum sem biskupi eru falin allt þar til nýr biskup hefur verið kosinn og formleg biskupaskipti hafa farið fram.“ Röksemdafærslan markleysa Einar Hugi segir að sér finnist misskilningur Jóns Steinars hvarfast um það að biskup er ekki lengur embættismaður og hefur ekki verið frá 1. janúar 2020. „Það þarf því ekki sérstaka lagaheimild eða nýtt skipunarbréf frá forseta Íslands til að framlengja skipunartímann. Sú röksemdafærsla er markleysa enda ákvað löggjafinn að kirkjan réði starfsmannamálum sínum sjálf. Þá er biskup er ekki lengur embættismaður og þar af leiðandi getur hvorki forseti Íslands né ráðherra kirkjumála skipað nýjan biskup. Engin hætta á að ákvörðunum Agnesar verði hnekkt vegna umboðsleysis Meðal þess sem kom fram í máli Jóns Steinars var að samhliða óvissu um lögmæti ráðningar Agnesar ríki óvissa um embættisverk hennar frá því að skipunartíminn rann út í fyrra. „Ég veit ekki hvort að menn geti beitt einhverjum neyðarréttarsjónarmiðum að láta þau halda sér áfram en mér finnst það ekki mjög sannfærandi. Ef einhver vill hnekkja einhverjum ákvörðunum sem að þessi biskup hefur tekið eftir að kjörtímabil hans rann út geta menn reynt það og þá reynir á það fyrir dómstólum hvort að slíkar embættisgjörðir standist,“ sagði Jón Steinar. Einar Hugi segist í samtali við Vísi engar áhyggjur hafa af því að ákvarðanir Agnesar muni sæta endurskoðun á grundvelli skorts á umboði. Þar sem þjóðkirkjan ræður starfsmannamálum sínum sjálf gildi um umboð biskups, líkt og um aðra starfsmenn þjóðkirkjunnar, þeir ráðningarsamningar sem gerðir voru í kjölfar yfirfærslunnar frá ríki til kirkju. Í tilviki biskups komi til viðbótar starfsreglur kirkjuþings um kosningu biskups. „Það er engum vafa háð að meðan nýr biskup hefur ekki verið kosinn á grundvelli þeirra starfsreglna hefur biskup Íslands fullt umboð til að gegna embætti biskup Íslands á grundvelli ráðningarsambands síns við þjóðkirkjuna.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25. júlí 2023 13:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33
Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25. júlí 2023 13:00