Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:48 Dýraverndarsamband Íslands segir blóðtöku úr hryssum dýraníð. Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Sjá meira
Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Sjá meira