Carlos hættur hjá Herði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 10:41 Carlos Martin Santos hefur látið af störfum hjá Herði. vísir/hulda margrét Carlos Martin Santos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari handboltaliðs Harðar. Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins. Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins.
Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46
ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31
Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56