Innlent

Mera­dala­leið lokuð til eitt

Máni Snær Þorláksson skrifar
Talinn fjöldi þeirra sem fór um gönguleiðirnar að gosinu í gær var rúmlega þrjú þúsund.
Talinn fjöldi þeirra sem fór um gönguleiðirnar að gosinu í gær var rúmlega þrjú þúsund. Vísir/Arnar

Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandarvegi í dag en Meradalaleið verður þó lokuð til klukkan 13. Ástæðan er sú að það þarf að nota gönguleiðina fyrir flutning tækja slökkviliðs vegna gróðurelda sem loga ennþá á svæðinu. Þá verður gönguleiðum inn á svæðið lokað klukkan 18 í dag eins og síðustu daga.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að lokun hafi gengið vel í gær og að engin óhöpp hafi verið skráð. Flest fólk sýni því skilning að aðgangur inn á gossvæðið sé háður takmörkunum.

Rúmlega þrjú þúsund manns voru taldir fara um gönguleiðirnar í gær. Talinn fjöldi á Meradalaleið var 1.698 en á eldri gönguleiðum var fjöldinn 1.330.

Kort fylgir tilkynningunni en á því má sjá gönguleiðirnar að gosinu og merkt hættusvæði. Svæðið er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. 

Kort af gossvæðinu. Vakin er athygli á því að gönguleið A er mun erfiðari gönguleið en leið E.Lögreglan á Suðurnesjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×