Stórt hrun á Húsatóftavelli í Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2023 06:30 Húsatóftavöllur í Grindavík stendur í stórbrotnu landslagi rétt við sjávarkambinn Facebook Golfklúbbur Grindavíkur Náttúruöflin hafa reynst Grindvíkingum óþægur ljár í þúfu undanfarin misseri en ítrekað hefur verið varað við grjóthruni á helstu útivistarsvæðum bæjarins vegna jarðskjálfta á Reykjanesi. Fáir áttu þó sennilega von á að golfarar á svæðinu yrðu fyrir jafn miklum óþægindum og raun ber vitni. Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins. Golf Grindavík Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins.
Golf Grindavík Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira