Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Líðan mannsins sem lifði af sjóslys úti fyrir Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er nokkuð góð eftir atvikum. Við ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum um slysið hörmulega í kvöldfréttum.

Þar kynnum við okkur verkefni slökkviliðsmanna á gossvæðinu við Litla-Hrút sem glíma við nokkuð umfangsmikla gróðurelda vegna gossins. Þar virðist sama hvernig viðrar, aldrei er veðrið í liði með slökkvliðinu eins og Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar kynnti sér.

Við kynnum niðurstöðu ylvolgrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu á fylgi flokka. Þar virðist draga aðeins úr uppsveiflu Samfylkingarinnar sem hefur verið mikil undanfarna mánuði.

Við förum á heimshornaflakk þar sem umtalaðar kosningar á Spáni, stjórnlausir skógareldar í Grikklandi og umdeildar breytingar á dómskerfinu í Ísrael koma við sögu.

Allt þetta og svo miklu meira í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×